Anleitung_HBS_75_SPK7:_
IS
gerð hann er. Þetta getur leitt til alvarlegra slysa á
notanda tækisins. Til að lengja skurðarþræðina, látið
þá mótorinn ganga á fullum snúningshraða og leggið
þráðarspóluna niður við jörðina. Skurðarþráðurinn
lengist sjálfkrafa. Hnífurinn við viðvörunarmerkið á
hlífinni styttir þræðina í rétta lengd (mynd I1).
Varúð: Fjarlægið reglulega gras og gróðurleifar af
tækinu til að koma í veg fyrir að drifrörið ofhitni ekki.
Gras / gróðurleifar / gróður safnast saman undir
hlífinni (mynd I2) sem kemur í veg fyrir að drifrörið
kælist nægilega mikið. Fjarlægið þessar leifar varlega
með skrúfjárni eða þessháttar.
Mismunandi skurðartækni
Ef tækið er rétt samsett, sker það illgresi og hátt vaxið
gras á stöðum sem annars erfitt er að komast að eins
og til dæmis meðfram girðingum, veggjum, grunna og
tré. Einnig er hægt að nota tækið til þess að "særa
gróður" til þess að örva vöxtinn eða til þess að
fjarlægja gróður niður við jörð.
Til athugunar: Þó svo að unnið sé mjög vandvirkt,
styttist skurðarþráðurinn fyrr ef skorið er við grunna,
stein, steypuveggi eða þessháttar.
Snyrt / slegið
Sveiflið orfinu með jöfnum hreyfingum frá einni hlið til
annarrar. Haldið skurðarþráðarspólunni ávallt sléttri
við jörðina. Skoðið jarðveginn og ákveðið
skurðarhæð. Stýrið og haldið skurðarþráðarspólunni í
réttri hæð til þess að slá jafnt (mynd I3).
Slegið stutt
Haldið orfinu með léttum halla beint fyrir framan ykkur
þannig að neðri hlið skurðarþráðarspólunnar sé yfir
jarðveginum og skurðarþráðurinn sé í réttri
skurðarhæð. Sláið ávallt í áttina frá ykkur. Togið orfið
ekki að ykkur.
Slegið við girðingar / veggi
Nálgist vírgirðingar, trégirðingar, steinveggi eða
grunni varlega ef slá á þar upp að en þó án þess að
snerta með þræðinum. Ef skurðarþráðurinn kemur við
steinveg, steypukanta, girðingar eða þessháttar,
eyðist hann mynd fyrr og endar hans trosna. Sláist
þráðurinn í girðingu getur hann brotnað.
Snyrt í kringum tré
Sláið í kringum tré verður að nálgast það varlega
þannig að skurðarþræðirnir komi að trénu en snerti
ekki börk þess. Sláið í kringum stofn trésins og hreyfið
tækið frá vinstri til hægri. Nálgist gras eða illgresi með
enda skurðarþráðanna og hallið
skurðarþráðarspólunni létt framávið. Varúð: Farið
sérlega varlega þegar slegið er alveg niður að
128
27.11.2008
11:38 Uhr
Seite 128
jörðinni. Haldið þá ávallt 30 metra öryggisfjarlægð frá
fólki eða dýrum.
Slegið niður að jarðvegi
Ef slegið er niður að jarðvegi er allur gróður slegin
niður að jarðveginum. Til þess verður að halla
skurðarþráðarspólunni um 30 gráður til hægri. Stillið
stýrihaldfangið í rétta stillingu. Athugið aukna
slysahættu notanda, nærstaddra og dýra auk hættu á
skemmdum hlutum sem geta orðið ef hlutir kastast frá
tækinu (til dæmis steinar) (mynd I4).
Varúð: Fjarlægið ekki hlutir af gangstéttum eða
þessháttar með þessu tæki! Þetta tæki er aflmikið
verkfæri og litlir steinar eða aðrir hlutir geta kastast í
15 metra eða meira frá tækinu og valdið slysum eða
skaða á bílum, húsum, gluggum eða þessháttar.
Sagað
Þetta tæki er ekki ætlað til sögunar.
Spóla festist
Ef skurðarþráðarspólan festist vegna of mikillar
uppsöfnunar á gróðrarrestum, stöðvið þá tækið undir
eins. Fjarlægið gras og gróðrarrestar áður en að vinna
er hafin á ný.
Komið í veg fyrir bakslag
Við vinnu með sláttuorfið myndast hætta á bakslagi ef
unnið er nálægt föstum flötum (trjáboli, greinar,
trjábútar, steinar eða þessháttar). Ef tækið kemur við
þessa hluti getur það kastast í öfuga átt við
snúningsátt þess. Þetta getur leitt til þess að notandi
missi stjórnina á tækinu. Notið því skurðareininguna
ekki í nánd við girðingar, málmstaura, steina, eða
veggi. Til að skera þétta stöngla verður að staðsetja
tækið eins og sýnt er á mynd I5 til þess að koma í veg
fyrir bakslag.
8. Hreinsun, umhirða og pöntun
varahluta
Slökkvið ávallt á tækinu og takið kertahettuna af
kveikikertinu áður en að unnið er að því.
8.1 Skipt um skurðarþráðarspólu / skurðarþráð
1. Opnið skurðarþráðarspóluna með meðfylgjandi
lykli og fjarlægið skrúfuna fyrir
skurðarþráðarspóluna (mynd L1 / L2).
2. Fjarlægið skurðarþráðarspóluna úr húsi hennar
(mynd L3).
3. Fjarlægið gamlan þráð ef þörf er á.
4. Leggið nýjan þráð í miðju spólunnar og þræðið
enda hans í raufina á spólunni (mynd L4)