MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR TIL NOTENDA
Eina örugga vörnin gegn heyrnarskaða er að nota virka heyrnarhlíf allan þann tíma sem verið er í hávaða.
Sá sem er í hávaða umfram 85 dB (A-veginn hljóðstyrkur) á að nota heyrnarhlífar, því að annars er hætt við skemmdum á heyrnarfrumum
innst í eyranu sem aldrei verða bættar. Það er sama hve stuttan tíma maður er óvarinn, því fylgir alltaf hætta fyrir heyrnina.
Þægilegar heyrnarhlífar, hæfilegar fyrir þann hávaða sem maður býr við, eru besta tryggingin fyrir því að heyrnarvernd sé notuð samfellt
og þar með veitt örugg vörn gegn heyrnarskaða.
• Samþykki samkvæmt gerðarskoðun gildir ekki ef tæknilegar breytingar hafa verið gerðar á framleiðsluvöru eftir að slíkt
samþykki var veitt. Einungis má nota aukabúnað með sömu gerðartáknun og upphaflegi búnaðurinn.
• Til að fá fulla vörn þarf að ýta öllu hári frá eyrum svo að þéttihringirnir falli þétt að höfðinu. Gleraugnaspangir eiga að vera eins mjóar
og hægt er og falla þétt að höfðinu.
• Til þess að umhverfishávaði trufli sem minnst á að nota talnemann í u.þ.b. 3 mm fjarlægð frá vörunum.
• Hreinsaðu ytra borð tækisins reglubundið með sápu og volgu vatni. ATH! Tækinu má ekki dýfa í vökva!
• Þótt heyrnartólin séu vönduð geta þau gengið úr sér með tímanum. Skoðaðu þau þess vegna með skömmu millibili til að gæta að
sprungum og hljóðleka sem draga úr gildi þeirra til heyrnarverndar. Ef tækið er sífellt í notkun þarf oft að líta eftir þéttihringunum.
• Geymdu ekki tækið þar sem hiti fer yfir +55°C, t.d. í sólarhita innan við bílrúðu eða í gluggakistu.
• Sum kemísk efni geta haft óheppileg áhrif á tækið. Frekari upplýsingar má fá hjá framleiðanda.
F) MÓTTÖKUSTYRKUR/NOTKUNARTÍMI
Viðvörun: Hljóðstyrkur úr heyrnartækjunum í þessum heyrnarhlífum getur farið yfir leyft daglegt hámark. Fella ber því hljóðmerkið í
heyrnartólunum að notkunartímanum. Hljóðmerki inn má ekki fara yfir 370 mV til að valda ekki tjóni. Við hærra hljóðmerki ber að draga úr
notkunartímanum í samræmi við töflu D:1 (x = 370 mV). 370 mV rafrænt hljóðmerki inn samsvarar 82 dB(A) jafngildishljóðstyrk (meðalgildi
plús 1 staðalfrávik af mældum hljóðstyrk. Sjá töflu D:2).
ATH! Ekki má fara yfir hámarkshljóðstyrk heyrnartólanna.
Styrkur út við 0,5 V / 1 kHz: 81 dBA
Hámarksstyrkur – stöðugur: 30 mW - skammtíma: 100 mW
G) HLJÓÐDEYFIGILDI
Heyrnartólin hafa verið prófuð og samþykkt samkvæmt tilskipun 89/686/EEC um persónuhlífar og þeim atriðum sem við eiga í
Evrópustöðlum EN352-1, EN352-3:2002 og EN352-6:2002. Hljóðdeyfigildi úr prófunarskýrslu fyrir vottorð gefinni út af Department of
physics, Finnish Institute of Occupational Health, Topeliuksenkatu 41, FI- 00250 Helsinki, Finnlandi, ID# 0403.
Skýringar við töflu um hljóðdeyfigildi: 1) Tíðni í Hz. 2) Meðalgildi hljóðdeyfingar í dB. 3) Staðalfrávik í dB. 4) Meðaltal verndargildis (APV).
FYLGIHLUTIR
Ekki ætlað til nota á sviðum þar sem gerðarskoðun gildir
MT91-50 Hálstalnemi
Auðvelt að tengja og nota ef ekki hentar að nota bómutalnema.
HYM1000 Mike protector (Talnemahlíf)
Vind- og vatnsþétt og þrifaleg, verndar talnemann og eykur endingu hans. Fæst í 5 metra langri ræmu, sem nægir fyrir u.þ.b. 50 skipti.
M40/1 vindhlíf fyrir MT70 talnema
Virk vernd gegn vindgnauði. Lengir endingartíma talnemans og hlífir honum. Ein hlíf í hverjum pakka.
HY100A Lena einnota hlíf
Hreinleg einnota hlíf sem einfalt er að setja á þéttihringina. 100 pör í pakkningu.
FP9007 Geymslupoki fyrir heyrnartól
Hlífir heyrnartólunum í flutningum og geymslu.
ÍHLUTIR
HY79 Hreinlætissett
Hreinlætissett fyrir heyrnartól, auðveld ísetning. Tveir hljóðdreifipúðar og þéttihringir sem aðeins þarf að smella í. Þarf að skipta um oft
til að tryggja óskerta hljóðdeyfingu, hreinlæti og þægindi. Þegar búnaðurinn er í stöðugri notkun á að skipta um ekki sjaldnar en tvisvar
á ári.
MT7N hljóðnemi
Dýnamískur hljóðnemi, auðvelt að tengja við heyrnartólin.
MIKILVÆG TILKYNNING
3M ber enga ábyrgð af neinu tagi, hvort beina né óbeina (þar með talið, en ekki takmarkað við tap á hagnaði, viðskiptum og/eða við-
skiptavild) sem sprettur af því að treysta á einhverjar þær upplýsingar sem hér eru gefnar af 3M. Notandinn ber ábyrgð á því að meta
hve vel vörurnar henta fyrir þá notkun sem áformuð er. Ekkert í yfirlýsingu þessari skal metið svo að það útiloki eða takmarki ábyrgð 3M
vegna andláts eða líkamlegs tjóns sem sprettur af því að hunsa hana.
25