Öryggi Og Ábendingar; Rétt Notkun - Schellenberg PREMIUM 20506 Manual Del Usuario

Tabla de contenido
Idiomas disponibles
  • ES

Idiomas disponibles

  • ESPAÑOL, página 40
öRyGGI OG áBENDINGAR
Ágæti viðskiptavinur!
Vinsamlegast lesið leiðbeiningarnar í heild sinni áður en varan er sett upp og tekin í notkun. Áður en hafist er handa
skal huga að öllum öryggisleiðbeiningum. Geymið þessar leiðbeiningar og bendið öllum notendum á þær mögulegu
hættur sem geta skapast í tengslum við vöru þessa. Þegar eigendaskipti verða skal láta nýja eigandann fá leiðbein-
ingarnar. Tjón sem hlýst af óviðeigandi notkun eða rangri uppsetningu fellir ábyrgðina úr gildi.
öRyGGISLEIðBEININGAR
Lífshætta stafar af raflosti!
Áður en unnið er í rafkerfum verður að taka strauminn af þeim. Þetta gildir einnig hvað viðhald og viðgerðir á
mótordrifnum gluggahlerabúnaði varðar. Aðeins faglærðum rafvirkjum er heimilt að vinna við rafkerfi. Fylgja skal
fyrirmælum rafveitu á hverjum stað sem og öllum gildandi stöðlum og reglum um raflagnir.
Áður en unnið er við gluggahlerabúnað verður að koma í veg fyrir að hann geti fallið niður af sjálfu sér.
Aðeins má nota röramótorinn í þurru rými (varnarflokkur IP44).
Röramótorarnir verða mjög heitir við venjulega notkun. Varúð, slysahætta!
Ekki má leggja tengisnúrur fyrir röramótora utandyra.
Röramótorinn og umbúðirnar eru ekki leikfang. Geymið þar sem börn ná ekki til. Hætta er á slysum og köfnun.
Halda skal óviðkomandi aðilum frá gluggahlerabúnaðinum meðan á stillingu stendur.
Ekki má opna röramótorana.
Allir röramótorar eru viðhaldsfríir og þarfnast ekki sérstakrar umhirðu.
Koma ætti hlíf hlerakassans þannig fyrir að alltaf sé hægt að komast að henni.
Áður en uppsetning fer fram skal athuga hvort röramótorinn er skemmdur og hvort allur fylgibúnaður er til staðar.
Laga verður dráttarálag og útfærslu röramótorsins að gluggahlerabúnaðinum hverju sinni. Álag á röramótornum verður að
vera innan leyfilegra marka.
Röramótorarnir eru hannaðir til að vera notaðir í stuttan tíma í senn, með 4 mínútna gangtíma. Mótorinn slekkur á sér þegar
hann ofhitnar vegna of langs vinnslutíma eða of mikils dráttarálags. Þegar röramótorinn hefur fengið að kólna í að minnsta
kosti 15 mínútur er hann gangfær aftur á ný.
Athugið reglulega hvort gluggahlerabúnaðurinn gengur greiðlega fram og til baka og að vetrarlagi hvort ísing er til staðar.
Vakni spurningar um tæknileg atriði varðandi gluggahlerabúnaðinn skal snúa sér til þjónustudeildar okkar.
Vegna mismunandi hitastigs að vetrar­ og sumarlagi geta komið fram smávægileg frávik í endastöðu við notkun. Getur þá
þurft að fínstilla endastöðurnar að nýju.
Jafnið út lengdarvikmörk átthyrnda öxulsins með viðeigandi valshólki (MAXI vörunr. 80100, MINI 80200).
Þrýsta þarf valshólkinum a.m.k. 60 mm inn í átthyrnda öxulinn (bls. 194). Hún má ekki koma við röramótorinn í átthyrnda
öxulnum og hindra gang hans.
RéTT NOTKUN
Röramótorarnir eru eingöngu ætlaðir til notkunar með gluggahlerabúnaði.
Aðeins má nota röramótorana með gluggahlerabúnaði sem settur hefur verið upp með réttum hætti.
Gluggahlerabúnaðurinn verður að vera í fullkomnu lagi.
Ágalla á gluggahlerabúnaði verður að lagfæra áður en röramótorarnir eru settir upp og skemmdum hlutum verður að skipta út.
Öll önnur notkun röramótorsins telst vera röng.
Alfred Schellenberg GmbH tekur ekki ábyrgð á afleiddu tjóni, tjóni á hlutum eða slysum á fólki sem hljótast af rangri notkun.
179
IS
Tabla de contenido
loading

Tabla de contenido