IS
LEIÐBEININGAR UM NOTKUN
Að skipta um rafhlöður (1. mynd)
Skrúfaðu rafhlöðulokið laust og opnaðu. Settu í tækið tvær
LR6 1.5 V rafhlöður sem meðfylgjandi eru. Gættu þess að
rafhlöðurnar snúi rétt (+ og –).
ATHUGASEMD! Ekki nota saman gamlar og nýjar rafhlöður.
Ekki nota saman alkaline, venjulegar eða hleðslurafhlöður.
ATHUGASEMD!
Viðvörun um að rafhlaða sé að tæmast á ekki
hleðslurafhlöður.
við um
Að kveikja og slökkva á tækinu (2. mynd)
Kveikt
Þrýstu um stund (2 sek.) á styrkstillinn, raddskilaboð heyrast:
„DAB Radio" (DAB-útvarp) eða „FM Radio" (FM-útvarp).
Slökkt
Þrýstu um stund (2 sek.) á styrkstillinn, raddskilaboð heyrast:
„Power off" (slökkt).
ATHUGASEMD! Það slokknar sjálfkrafa á tækinu eftir fjórar
klukkustundir.
Raddskilaboð: „Automatic power off" (sjálfkrafa slökkt á
tækinu). Þrýstu á rásastillinn eða snúðu honum til að lengja
virkan tíma um fjórar klukkustundir í viðbót.
VISSIRÐU? Heyrnartólin hefja sjálfkrafa leit að DAB-rásum
þegar kveikt er á þeim í fyrsta sinn eða eftir að þau eru stillt
á verksmiðjustillingar. Leit að DAB-rásum getur tekið allt að
þrjár mínútur. Finnist engar DAB-rásir í leitinni, stillir tækið sig
sjálfkrafa á FM-ham og leitar að næstu rás.
Að stilla hljóðstyrk (3. mynd)
Snúðu styrkstillinum réttsælis til að hækka eða rangsælis til
að lækka hljóðstyrkinn.
ATHUGASEMD! Ef þú tengir tækið við ytra hljóð er nóg að
kveikja á heyrarhlífunum og stilla styrkinn á lægstu stillingu.
Notaðu ytra tækið til að stilla hljóðstyrkinn.
Að skipta um rás – DAB- og FM-útvarp (4. mynd)
Þrýstu snöggt (1 sek.) á rásastillinn og raddskilaboð heyrast
„Search" (leit). Snúðu rásastillinum til hægri eða vinstri til að
fara í gegnum rása-/tíðnilistann.
Að vista dálætisrásir – DAB- eða FM-útvarp (5. mynd)
Þrýstu um stund (2 sek.) á rásastillinn til að vista gildandi rás.
Raddskilaboð: „Station stored" (rás vistuð).
VISSIRÐU? Þú getur vistað allt að 10 DAB-rásir og 5 FM-rásir.
Að hlusta á dálætisrásir - DAB- eða FM-útvarp (6. mynd)
Þrýstu snöggt (1 sek.) tvisvar á rásastillinn til að fara í dálæ-
tisrásir. Raddskilaboð: „Favourites" (dálætisrásir).
Snúðu rásastillinum til hægri eða vinstri til að velja vistaða rás.
39
ATHUGASEMD! Þú þarft að skipta á milli DAB- og FM-
tíðnisviðanna til að geta hlustað á dálætisrásir á bæði DAB
og FM. Sjá „Að skipta á milli FM- og DAB-rása".
Að skipta á milli FM- og DAB-rása (7. mynd)
Þrýstu snöggt (1 sek.) þrisvar á rásastillinn. Raddskilaboð:
„Radio mode" (útvarpshamur). Snúðu rásarstillinum til hægri
eða vinstri til að skipta á milli FM- og DAB-sendinga. Raddski-
laboð: „Switching to FM" (skipti yfir á FM) eða „Switching to
DAB" (skipti yfir á DAB).
Undirvalmynd (8. mynd)
1. Settu tækið í gang.
2. Þrýstu um stund (2 sek.) á rásastillinn og styrkstillinn
samtímis. Raddskilaboð: „Sub-menu" (undirvalmynd). Kostir í
boði í undirvalmynd:
• DAB Scan (DAB-skönnun – bara í DAB-ham).
• Reset to factory defaults (verksmiðjustillingar).
VISSIRÐU? Tækið fer sjálfkrafa úr undirvalmynd í aðalval-
mynd eftir 10 sekúndur. Tónmerki gefur til kynna að farið hafi
verið úr undirvalmynd.
DAB-skönnun (bara í DAB-ham) (9. mynd)
Farðu í undirvalmynd (sjá kafla um undirvalmynd).
Þrýstu snöggt (1 sek.) einu sinni á rásastillinn til að hefja
DAB-skönnun. Raddskilaboð: „DAB scan" (DAB-skönnun).
Snúðu rásastillinum til hægri eða vinstri til að hefja DAB-
skönnun. Raddskilaboð: „Scanning DAB. Please wait" (DAB-
skönnun í gangi, bíddu vinsamlegast). Raddskilaboð þegar
skönnun er lokið: „Scanning complete, XX channels found"
(skönnun lokið, XX rásir fundust).
ATHUGASEMD! Leit að rásum getur tekið allt að þrjár
mínútur.
Að frumstilla á ný (verksmiðjustillingar) (10. mynd)
Farðu í undirvalmynd (sjá kafla um undirvalmynd).
Þrýstu tvisvar sinnum stutt á rás í DAB-ham og einu sinni í
FM-ham til að frumstilla á ný. Raddskilaboð: „Reset to factory
defaults" (að frumstilla á ný).
Snúðu rásastillinum til hægri eða vinstri til að frumstilla á
ný. Raddskilaboð: „Reset to factory defaults. Please wait"
(frumstilli á ný, bíddu vinsamlegast).
Heyrnartækin slökkva sjálfkrafa á sér að aflokinni algjörri
endurstillingu. Næst þegar þau eru sett í gang hefja þau
DAB-skönnun.
ATHUGASEMD! Þegar tæki er frumstillt á ný, tapast allar
stillingar og vistaðar rásir.
BILANALEIT
FM- og DAB-móttaka
Athugaðu hvort rafhlöðurnar séu nýjar eða fullhlaðnar.
Gæði útvarpsmóttöku geta verið breytileg og ráðist af bæði
landslagi og umhverfi þínu.
Sé móttakan léleg skaltu færa þig á annan stað, sé þess
nokkur kostur.