ON-Q
Leiðbeiningar um notkun
ÁRÍÐANDI UPPLÝSINGAR
Þessi fylgiseðill er viðauki við ON-Q* dæluleiðbeiningar
(IFU) og inniheldur viðbótarupplýsingar um notkun
ON-Q* dælunnar, auk ábendinga/frábendinga sem
og tilmæla og viðvarana varðandi öryggi sjúklings/
notanda.
Lesið allan viðaukann fyrir notkun ON-Q* dælunnar
með ONDEMAND* búnaðinum. Fylgið vandlega
leiðbeiningum til að tryggja öryggi sjúklings og/eða
notanda.
VIÐVARANIR
• Uppgefið heildarrennsli á við lyfjaber + grunngildi. Til að
minnka hugsanlegar aukaverkanir, skal lyfjagjöf miðast við
uppgefið heildarrennsli.
• Til að koma í veg fyrir samfellda og mun meiri lyfjagjöf en
uppgefið heildarrennsli skal loka klemmunni ef eitthvað af
eftirfarandi gerist:
• Rauði flipinn ekki fjarlægður eða brotnar við það.
• R auðguli endurfyllingarmælirinn fyrir lyfjaberið er alltaf
fjarri efstu stöðu nema fyrstu 60 mínúturnar eftir að ýtt er á
lyfjabershnappinn.
• Lyfjabershnappur læsist ekki nema fyrstu 30 mínúturnar frá
því að ýtt er á hann.
• Smelli lyfjabershnappur ekki aftur upp fyrstu 30 mínúturnar
eftir að ýtt var á hann, skal kanna stöðu rauðgula mælisins:
• E f rauðguli mælirinn er í neðstu stöðu skal loka klemmunni.
Samfelld lyfjagjöf gæti reynst mun meiri en uppgefið
heildarrennsli.
• E f rauðguli mælirinn er í efstu stöðu: eitthvað hindrar
hugsanlega rennslið. Athugið slöngur í leit að snurðum,
lokuðum klemmum eða flæði tengds búnaðar eins
og holleggs eða loftsíu (athugið flæði) í samræmi við
hefðbundnar vinnureglur.
AÐGÆTIÐ
• Ekki vanfylla (dæluna). Ef dælan er vanfyllt getur það aukið
umtalsvert heildarrennsli.
• Ekki bæta loftsíu á enda búnaðarins þar sem það getur hindrað
eða stöðvað innrennslið.
• Takið ekki rauða flipann af þar til slöngur er að fullu forfylltar.
Ef búnaðurinn er ekki forfylltur rétt getur verið að gefnir séu
allt að 5 ml af lofti úr lyfjaberinu.
• ONDEMAND* búnaðinn ætti að bera utan á fatnaði og halda
við herbergishita. Hitastig hefur áhrif á seigju, sem veldur
hraðara eða hægara rennsli. ONDEMAND* búnaðurinn er
*
dæla með ONDEmAND
lyfjabershnapp
*
kvarðaður með notkun saltvatns til þynningar og notaður við
herbergishita (22 °C, 72 °F). Rennslishraðinn eykst um það bil
um 1,4% fyrir hverja 1 °F/0,6 °C aukningu hitastigs og minnkar
um það bil um 1,4% fyrir hverja 1 °F/0,6 °C minnkun hitastigs.
ÁBENDINGAR UM NOTKUN
Nánari upplýsingar fást í notkunarleiðbeiningum með ON-Q*
dælunni.
FRÁBENDINGAR
ON-Q* dæluna með ONDEMAND* búnaðinum skal ekki nota
með ON-Q* Soaker* eða SilverSoaker* holleggjum því þeir gætu
hindrað rétta virkni ONDEMAND* búnaðarins.
Nánari upplýsingar fást í notkunarleiðbeiningum með ON-Q*
dælunni.
31