Ég kann að fara í bað.
BABY born® Sister/Brother Soft Touch dúkkan má fara með í bað eða í sund. Þó má
hún ekki fara í kaf. Ekki láta dúkkuna liggja í beinu sólarljósi í lengri tíma (hámark 1
klst.).
Fyrir baðferð skal eingöngu nota kalt eða volgt vatn og venjulega baðsápu sem er
ætluð börnum. Ekki má leika sér lengur en í eina klukkustund með BABY born®
Sister/Brother Soft Touch dúkkunni í baði, í sundlaugarvatni eða sjó, annars má
búast við efnahvörfum sem geta valdið aflitun eða litabreytingum.
Vinsamlegast skolið BABY born® Sister/Brother Soft Touch dúkkuna eftir baðið með
hreinu vatni og hreinsið hana.
Vinsamlegast fylgið ávallt leiðbeiningunum um hreinsun og þurrkun.
Leiðbeiningar fyrir þurrkun:
Til að BABY born® Sister/Brother Soft Touch dúkkuna þorna skal leggja dúkkuna á
bakið og færa handleggina í lóðrétta stöðu. Síðan skal þrýsta á handleggina nok-
krum sinnum til að ná hugsanlegu vatni úr. Endurtakið nokkrum sinnum ef þarf.
Færið síðan dúkkuna í upprétta stöðu. Ef það er ennþá vatn í líkamanum rennur
það úr götunum tveimur neðst á búknum. Ef vatn er í fótleggjunum rennur það út um
götin tvö í sitt hvoru ilinni.
Kannið hvort það er enn vatn í handleggjum, fótleggjum eða búknum með því að
hrista dúkkuna. Endurtakið síðan ferlin sem lýst eru hér að framan nokkrum sinnum,
ef við á, til að tæma dúkkuna alveg.
Til að þurrka BABY born® Sister/Brother Soft Touch dúkkuna skal einkum þurrka
alla liði vandlega með handklæði.
Að lokum skal láta BABY born® Sister/Brother Soft Touch dúkkuna lofta út í góðan
tíma á hlýjum og vel loftuðum stað.
Athugið að enn getur lekið vatn úr liðum, fótum eða götunum tveimur á dúkkunni.
Til þess skal setja bleyju á dúkkuna og þurrka lekandi vatn með þurrum klút.
Hárið
BABY born® Sister / Brother er með mjúkt gervihár í hágæðaflokki, sem hægt er að þvo
með volgu vatni (hám. 37 ºC). Ef hárið er skolað með venjulegu mýkingarefni eftir að það
er þvegið verður auðveldara að greiða það auk þess sem það dregur úr hættu á hárlosi.
Blauta hárið á að láta loftþorna af sjálfu sér.
Ábendingar
Ef hárið flækist í bendla má losa úr þeim og bursta hárið hægt og hægt frá endum til róta.
Þannig er best að koma í veg fyrir að hárið myndi flóka eða göndla.
Athugið!
Hárið á BABY born® Sister / Brother er úr nælonþráðum og má því ekki komast í snertingu
við hita, eins og t.d. heitt vatn, heitt loft úr hárþurrkara eða heitt krullujárn. Ekki má nota
hárlit eða skol á hárið á BABY born® Sister / Brother. Ekki ætti heldur að nota hárlakk,
hárúða, lakk eða gel í hárið.
Mikilvægt
1. BABY born® Sister / Brother hentar ekki sem flothjálp í sundi.
2. Notið hvorki húðkrem né aðrar snyrtivörur á BABY born® Sister / Brother.
3. Gætið þess að hárið á brúðunni þorni vel eftir baðið.
Hvernig BABY born® Sister / Brother er hreinsuð
Til að hreinsa brúðuna að utan má nota klút vættan í vatni með venjulegum uppþvottalegi.
28