3M itarus Versaflo M Serie Manual Del Usuario página 39

Tabla de contenido
Idiomas disponibles
  • ES

Idiomas disponibles

  • ESPAÑOL, página 20
i
NOTENDALEIÐBEININGAR
Lesið þessar leiðbeiningar samhliða sérleiðbeiningum með 3M™ Versaflo™ M-Series
höfuðstykkjum, þar sem finna má upplýsingar um:
Samþykktar samsetningar á öndunargrímum (loftdælur eða stillar)
Varahluti
Aukahluti
Athugaðu: Á aukabúnaði verða upplýsingar um heildarmassa eftir því sem við á
UMBÚÐIR FJARLÆGÐAR
Þessi pakkning af 3M™ Versaflo™ M-Series höfuðstykki ætti að innihalda:
a) M-106 höfuðstykki eða M-107 höfuðstykki eða M-206 höfuðstykki eða M-207
höfuðstykki eða M-306 höfuðstykki eða M-307 höfuðstykki eða M-406 höfuðstykki eða
M-407 höfuðstykki
b) Notendaleiðbeiningar
c) Sérleiðbeiningar
^ VIÐVÖRUN
Rétt val, þjálfun, notkun og viðeigandi viðhald eru allt nauðsynlegir þættir til að
varan geti varið notandann fyrir tilteknum aðskotaefnum í lofti og líkamlegri hættu.
Ef öllum notkunarleiðbeiningum þessarar öndunarhlífar er ekki fylgt og/eða ef hún
er ekki höfð rétt á í heild sinni allan váhrifatímann getur það haft alvarleg áhrif á
heilsufar notandans og leitt til alvarlegra eða lífshættulegra sjúkdóma, meiðsla eða
varanlegrar fötlunar. Til að varan henti og sé notuð rétt skal fylgja staðbundnum
reglugerðum, fara eftir öllum upplýsingum sem með henni fylgja eða hafa samband við
öryggissérfræðing/fulltrúa 3M (upplýsingar um tengiliði á staðnum).
^ Veitið viðvörunaryfirlýsingum sérstaka athygli þar sem í þær er vísað.
KERFISLÝSING
3M™ Versaflo™ M-Series höfuðstykkin eru öndunarhlífar hannaðar til notkunar með
samþykktri öndunargrímu (sjá sérleiðbeiningar) til að vernda öndunarfæri. Þessar vörur
uppfylla kröfur í stöðlunum EN12941 (öndunarfærahlífar – síur með dælu) og EN14594
(öndunarfærahlífar – öndunarbúnaður með samfelldu flæði um þrýstiloftsleiðslu). Athugið:
Þegar stillar og þrýstiloftsleiðslur sem eru eingöngu merkt EN1835 eru notuð með
M-Series höfuðstykkjum mun samsetningin eingöngu uppfylla skilyrði EN1835.
Loftið streymir um öndunarslöngu frá öndunargrímu með belti að aftari hluta höfuðstykkis.
Loftið streymir yfir höfuð notandans og fram yfir andlit viðkomandi. M-Series höfuðstykkin
eru með augnhlíf og tiltekin höfuðstykki í línunni eru einnig með höfuðvarnarbúnað.
VIÐURKENNINGAR
Samsetningar með CE-merkingu 0086, sem hafa hjálm eða hettu og síu með dælu eða
stilla/búnað til að stýra loftstreymi, eru gerðarviðurkenndar og skoðaðar árlega af BSI,
Kitemark Court, Davy Avenue, Knowlhill, Milton Keynes, MK5 8PP, Bretlandi (tilkynntur
aðili nr. 0086). Samsetningar með CE-merkingu 0194, sem hafa hjálm eða hettu og síu
með dælu eða stilla/búnað til að stýra loftstreymi, eru gerðarviðurkenndar og skoðaðar
árlega af INSPEC International Limited, 56 Leslie Hough Way, Salford, Greater
Manchester M6 6AJ, Bretlandi (tilkynntur aðili nr. 0194).
Þessar vörur eru CE-merktar í samræmi við kröfur sem settar eru fram í annaðhvort
Evróputilskipun 89/686/EBE eða Evrópureglugerð (ESB) 2016/425. Upplýsingar um
gildandi sértæka löggjöf sem þessar vörur samræmast má finna með því að skoða
vottunina og samræmisyfirlýsinguna sem finna má á eftirfarandi vefsvæðum:
www.3m.com/Respiratory/certs og www.3m.com/Welding/certs
TAKMARKANIR Á NOTKUN
Notið þessa öndunarhlíf eingöngu í samræmi við allar leiðbeiningar:
sem er að finna í þessum bæklingi
sem fylgja öðrum íhlutum kerfisins (t.d. 3M M-Series sérleiðbeiningar,
notkunarleiðbeiningar fyrir öndunargrímu).
Notið ekki M-100/M-300/M-400 Series höfuðstykki þar sem styrkur aðskotaefna er meiri
en 10 sinnum viðmiðunargildið þegar þau eru notuð ásamt 3M™ Dustmaster™ loftdælu.
Notið ekki M-100 Series höfuðstykki þar sem styrkur aðskotaefna er meiri en 50 sinnum
viðmiðunargildið þegar þau eru notuð ásamt 3M™ Versaflo™TR-802E, 3M™ Versaflo™
TR-602E, 3M™ Versaflo™ TR-302E/TR-302E+ og 3M™ Jupiter™ eða 3M™ Adflo™
loftdælum eða 3M™ Versaflo™ V-100E, V-200E, V-500E, 3M™ Flowstream™, 3M™
Vortemp™ eða 3M™ Vortex-stillum.
Notið ekki M-200 Series höfuðstykki þar sem styrkur aðskotaefna er meiri en 50 sinnum
viðmiðunargildið þegar þau eru notuð ásamt 3M™ Jupiter™ loftdælu.
Notið ekki M-200 Series höfuðstykki þar sem styrkur aðskotaefna er meiri en 200 sinnum
viðmiðunargildið þegar þau eru notuð ásamt 3M™ Versaflo™ V-100E, V-200E eða
V-500E stillum.
Notið ekki M-300 Series höfuðstykki þar sem styrkur aðskotaefna er meiri en 50 sinnum
viðmiðunargildið þegar þau eru notuð ásamt 3M™ Jupiter™ eða 3M™ Adflo™ loftdælum
eða 3M™ Flowstream™, 3M™ Vortemp™ eða 3M™ Vortex-stillum.
Notið ekki M-200/M-300 Series höfuðstykki þar sem styrkur aðskotaefna er meiri en 500
sinnum viðmiðunargildið þegar þau eru notuð ásamt 3M™ Versaflo™ TR-802E, 3M™
Versaflo™ TR-602E eða 3M™ Versaflo™ TR-302E/TR-302E+ loftdælum.
Notið ekki M-300 Series höfuðstykki þar sem styrkur aðskotaefna er meiri en 200 sinnum
viðmiðunargildið þegar þau eru notuð ásamt 3M™ Versaflo™ V-100E, V-200E eða
V-500E stillum.
Notið ekki M-400 Series höfuðstykki þar sem styrkur aðskotaefna er meiri en 50 sinnum
viðmiðunargildið þegar þau eru notuð ásamt 3M™ Adflo™ loftdælu.
Notið ekki M-400 Series höfuðstykki þar sem styrkur aðskotaefna er meiri en 500 sinnum
viðmiðunargildið þegar þau eru notuð ásamt 3M™ Versaflo™ TR-802E, 3M™ Versaflo™
TR-602E, 3M™ Versaflo™ TR-302E/TR-302E+ eða 3M™ Jupiter™ loftdælum.
Notið ekki M-400 Series höfuðstykki þar sem styrkur aðskotaefna er meiri en 200 sinnum
viðmiðunargildið þegar þau eru notuð ásamt 3M™ Versaflo™ V-100E, V-200E eða
V-500E stillum eða 3M™ Flowstream™, 3M™ Vortemp™ eða 3M™ Vortex stillum.
Notið ekki sem öndunarhlíf gagnvart óþekktum aðskotaefnum í lofti eða þegar styrkur
aðskotaefna er óþekktur eða umsvifalaust hættulegur lífi eða heilsu (IDLH).
Notið ekki í andrúmslofti þar sem súrefnisinnihald er minna en 19,5%. (Skilgreining frá
3M. Í hverju landi fyrir sig kunna að vera í gildi aðrar takmarkanir hvað varðar
súrefnisskort. Leitið ráða ef vafi leikur á málum).
Notið þessar vörur ekki í súrefni eða súrefnisauðguðu andrúmslofti.
Notið aðeins með öndunargrímum, varahlutum og fylgihlutum sem talin eru upp í
sérleiðbeiningum og innan þeirra notkunarskilyrða sem fram koma í tækniforskriftinni.
Þessar vörur framleiða ekki súrefni.
Notist aðeins af þjálfuðu og hæfu starfsfólki.
Yfirgefið mengaða svæðið umsvifalaust ef:
a) einhver hluti kerfisins skemmist,
b) Loftflæði inn í höfuðstykkið minnkar eða stöðvast,
c) erfitt verður að anda,
d) vart verður við svima eða önnur óþægindi,
e) vart verður við lykt eða bragð af aðskotaefnum eða ertingu.
Ekki má breyta þessari vöru. Notið aðeins upprunalega varahluti frá 3M við viðgerðir.
Mikill vindur, yfir 2 m/s, eða mjög mikið álag (þar sem þrýstingurinn innan í
andlitsgrímunni getur orðið neikvæður) kann að minnka vernd. Stillið búnaðinn eftir
þörfum eða notið öndunarbúnað af öðru tagi.
Ef öndunargrímustilling er notuð skal tryggja að: • uppruni lofts sé þekktur. • hreinleiki lofts
sé þekktur. • loftið standist EN12021.
^ Andlit notanda þurfa að vera nauðrökuð þar sem andlitsþétti öndunarhlífarinnar
snertir þau. (M-100/M-200 og M-300 Series).
^ Þessar vörur uppfylla kröfur tiltekinna iðnaðarstaðla um öryggisgleraugu og
sumar gerðirnar uppfylla kröfur tiltekinna iðnaðarstaðla um höfuðvarnarbúnað.
Þær veita ekki fulla vörn fyrir höfuð, augu og andlit gegn þungum höggum og
stungum og koma ekki í stað góðra öryggisvenja og tæknilegs eftirlits.
Notið einungis með gleraugum sem mælt er með. Ef öryggisgleraugu sem verja gegn
ögnum á miklum hraða eru notuð yfir venjulegum gleraugum kunna venjulegu gleraugun
að taka við og leiða áfram högg sem skapar notandanum hættu. Hafið samband við
söluaðila.
Þegar tryggja þarf vernd gegn ögnum á miklum hraða við mjög hátt/lágt hitastig skulu
valin hlífðargleraugu vera merkt með bókstafnum T strax á eftir bókstafnum sem táknar
höggorku, þ.e. FT, BT eða AT. Ef bókstafurinn T kemur ekki strax á eftir bókstafnum sem
táknar höggorku skal aðeins nota hlífðargleraugun gegn ögnum á miklum hraða við
stofuhita.
Hafið samband við tækniþjónustu 3M ef fyrirhuguð er notkun á sprengihættustað.
^ Notist ekki ef umhverfishiti er yfir ráðlögðum hámarkshita.
^ Notið ekki hlífina fyrir höfuð, háls og axlir eða andlitsþétti og hettur sem eru
ekki eldþolin nálægt miklum hita, neistagjöfum og opnum eldi.
Efni sem geta komist í snertingu við húð notenda munu ekki valda ofnæmisviðbrögðum
nema hjá minnihluta notenda.
Þessar vörur innihalda ekki íhluti sem gerðir eru úr náttúrulegu gúmmílatexi.
MERKINGAR Á BÚNAÐI
Upplýsingar um merkingar á öndunargrímunni eru í notendaleiðbeiningum með
öndunargrímu.
M-100 Series höfuðstykkin eru merkt í samræmi við EN12941 TH1/TH2 og EN14594 2B.
M-200 Series höfuðstykkin eru merkt í samræmi við EN12941 TH2/TH3 og EN14594 3B.
M-300 Series höfuðstykkin eru merkt í samræmi við EN12941 TH1/TH2/TH3 og EN14594
2B/3B.
M-400 Series höfuðstykkin eru merkt í samræmi við EN12941 TH1/TH2/TH3 og EN14594
3B.
M-206 og M-207 höfuðstykkin með M-200 hjálmskel eru merkt í samræmi við EN812 (sjá
hér á eftir).
M-306 og M-307 höfuðstykkin með M-300 hjálmskel eru merkt í samræmi við EN397 (sjá
hér á eftir).
M-406 og M-407 höfuðstykkin með M-400 hjálmskel eru merkt í samræmi við EN397 (sjá
hér á eftir).
Viðbótarmerkingar í samræmi við EN812.
440 V riðstraumur
Viðbótarmerkingar í samræmi við EN397.
LD
440 V riðstraumur
M-925 hjálmgrímurnar eru merktar í samræmi við EN166:1:BT:3:9
M-927 hjálmgrímurnar eru merktar í samræmi við EN166:1:BT:3
M-Series umgjarðirnar fyrir hjálmgrímur eru merktar í samræmi við EN166:3:9:BT
Þegar merkingar á hjálmgrímu og umgjörð hjálmgrímu eru mismunandi skal miðað
við lægri flokkunina.
Merki í höfuðstykkinu með framleiðsludegi (ÁÁÁÁDDD, t.d. 2009090 = 2009, 90. dagur)
Merki inni í höfuðstykki: VARÚÐ! Hugsanleg rafstöðufræðileg hætta. Aðeins má hreinsa
hjálminn og hjálmgrímuna á öruggum stað.
K Umbúðirnar henta ekki fyrir vöru sem er ætluð til neyslu.
J Fargið í samræmi við staðbundnar reglugerðir.
Athugið: Þegar stillar og þrýstiloftsleiðslur sem eru eingöngu merkt EN1835 eru notuð
með M-Series höfuðstykkjum mun samsetningin eingöngu uppfylla skilyrði EN1835.
UNDIRBÚNINGUR FYRIR NOTKUN
Gangið úr skugga um að búnaðurinn sé heill, óskaddaður og rétt settur saman. Ef
einhverjir hlutar hans reynast skemmdir eða gallaðir verður að endurnýja þá með
upprunalegum 3M-varahlutum fyrir notkun.
Skipta skal um hjálmgrímu sem rispast eða skemmist.
38
Tabla de contenido
loading

Tabla de contenido