IS
• Þegar Micro B USB tengið er notað til þess að hlaða eyrnatappana, má aðeins setja það í samband
við tæki sem er vottað fyrir IEC/UL/CSA 60950-1 eða sambærilegan staðbundinn öryggisstaðal.
USB-orkugjafinn skal vera að lágmarki 200mA við 5Vdc.
• Hitastig við geymslu: -20°C til 60°C (-4°F til 140°F )
• Hitastig við notkun: 0°C til 50°C (32°F til 122°F)
Varan inniheldur bæði rafmagns- og rafeindabúnað og því má ekki farga henni með
venjulegu sorpi. Kynntu þér vinsamlegast reglur á hverjum stað um förgun rafmagns-og
rafeindabúnaðar.
ÍHLUTIR
Eyrnatappi
3:A Takki til að kveikja/slökkva
og hækka/lækka
3:B Hljóðnemi
3:C Hleðslutenging
3:D Leggur fyrir hlustarstykki
3:E Hlustarstykki
NOTENDALEIÐBEININGAR
AÐ HLAÐA EYRNATAPPANA Á NÝ
Fullhlaða skal eyrnatappana fyrir fyrstu notkun. Hægt er að endurhlaða eyrnatappana í hleðsluhulstrinu
með 3 AA alkaline-rafhlöðum eða Micro B USB-leiðslu (fylgir ekki) sem tengd er við orkugjafa.
Það tekur um 90 mínútur að fullhlaða tækið, sama hvaða aðferð er notuð. Nýjar AA-rafhlöður
duga í um það bil 16 fullar hleðslur.
Eyrnatappana má endurhlaða og geyma með því að finna og tengja hleðslutengi eyrnatappans (3:C) og
í hleðsluinnstungunni í hulstrinu (4:D). Stingdu mjórri enda eyrnatappans (5:A) inn og smelltu honum svo
varlega inn í hleðsluinnstunguna (5:B). Endurtaktu þetta með hinn eyrnatappann.
Eigi að hlaða eyrnatappana með rafhlöðunum er rafhlöðulokinu inni í hleðsluhulstrinu lyft upp.
Settu þrjár AA-rafhlöður ofan í það. Gættu þess að rafhlöðurnar snúi rétt (+)(-) miðað við teikninguna
á hleðsluhulstrinu. Settu lokið á rafhlöðuhólfið.
Eigi að hlaða eyrnatappana með Micro B USB tenginu er hleðsluhulstrið tengt við aflgjafa með staðlaðri
Micro B USB leiðslu (fylgir ekki). Hleðsluhulstrið finnur þá sjálfkrafa USB-tengið og sækir orku þangað
en ekki í AA-rafhlöðurnar.
Þrýstu á stöðuhnappinn (4:C)
til þess að skoða hleðslustöðu
eyrnatappanna. Tvö gaumljós
(4:E) sýna þá stöðuna í fimm
sekúndur (6:A).
Þegar fjarlægja skal eyrnatappana
úr hleðsluhulstrinu er þeim lyft
gætilega upp hvorum fyrir sig á
meðan haldið er um hleðsluhulstrið.
Athugasemd: Rafhlaðan hefur
takmarkað hitaþol og því er
hleðsluhulstrið hannað þannig að það
hleður ekki við lægra hitastig en
-20°C (-4°F) eða hærra en 50°C (122°F).
Hleðsluhulstur
4:A Rafhlöðuhólf
4:B Geymsluhakar fyrir festiband
4:C Stöðuhnappur
4:D Hleðsluhólf eyrnatappans
4:E Gaumljós
4:F Micro B USB-hleðslutengi
4:G Læsing
6:A
LJÓSMERKI
Stöðugt rautt
Blikkandi rautt
Hratt blikkandi rautt
Stöðugt gult
Blikkandi gult
Stöðugt grænt
56
STAÐA
Hleður
Hleður ekki
Hitastigsvandi
Hleður - lítið eftir á rafhlöðu
Hleður ekki - lítið eftir á rafhlöðu
Fullhlaðið