Hellberg SAFE Serie Instrucciones De Uso página 63

Proteccion facial
Tabla de contenido
Idiomas disponibles
  • ES

Idiomas disponibles

  • ESPAÑOL, página 12
IS
LEIÐBEININGAR UM SAMSETNINGU (B)
SAFE 1 - Andlitshlíf fyrir heyrnarhlífar sem eru festar
við gjörð (B1)
SAFE 2 - Andlitshlíf fyrir öryggishjálma og
heyrnarhlífar (B2)
SAFE 3 - Gjörð fyrir andlitshlíf (B3)
Andlitshlífarnar er einungis hægt að nota ásamt
festingum frá Hellberg.
Frekari upplýsingar um notkun á SAFE 2 og
öryggishjálma er að finna á vefsvæði okkar: www.
hellbergsafety.com/doc
VIÐHALD
Skolið og þrífið andlitshlífina eftir hverja notkun. Gætið
þess að rispa ekki andlitshlífina. Ráðlagt er að nota
milda sápu og vatn til að þrífa andlitshlífina. Þurrkið
af andlitshlífinni með mjúkum klút. Notið ekki hrjúfa
klúta þar sem þeir gætu rispað andlitshlífina. Hafið
í huga að þægilegra er að nota andlitshlífina þegar
henni er haldið vel við og hún er þrifin reglulega.
Skoðið andlitshlífina reglulega og athugið hvort hún
virki sem skyldi.
GEYMSLA
Geymið andlitshlífarnar á þurrum og hreinum stað,
fjarri sólarljósi, t.d. í upprunalegum umbúðum.
ENDINGARTÍMI
Mjög erfitt er að spá fyrir um endingartíma andlitshlífa.
Við mikla notkun utandyra er ráðlagt að skipta
um andlitsgrímu a.m.k. eftir tveggja ára notkun.
Hugsanlega þarf að skipta oftar um andlitsgrímu
þegar unnið er við mjög erfiðar aðstæður. Skiptið
umsvifalaust um andlitsgrímu sem hefur skemmst,
rispast eða orðið fyrir höggi.
VIÐVÖRUN
Þessi vara kemur aldrei í staðinn fyrir öruggt
verklag.
Þegar agnir lenda á andlitshlífinni á mikilli ferð
getur komið högg á venjuleg gleraugu sem
notandi ber undir andlitshlífinni og slíkt getur verið
hættulegt fyrir notanda andlitsgrímunnar. Þegar
stafurinn T er ekki beint á eftir merkingunni F eða
B á andlitshlífinni skal aðeins nota hana sem vörn
gegn ögnum á mikilli ferð við stofuhita.
Andlitshlífin úr vírneti veitir ekki vörn gegn
vökvaslettum (þ.m.t. bráðnuðum málmi), heitum
þurrefnum, hættu vegna rafmagns, innrauðri og
útfjólublárri geislun. Andlitsgríman veitir heldur
ekki fullnægjandi vörn gegn ögnum sem fljúga um
á miklum hraða, t.d. þegar unnið er með sláttuorf
eða sagir. Við mælum með því að nota einnig
augnhlífar (öryggisgleraugu) samkvæmt EN166-
staðlinum og öðrum viðeigandi tilskipunum.
Gætið að þessi andlitshlíf komist hvorki í snertingu
við oddhvassa eða beitta hluti (vélsagarkeðjur,
málmáhöld o.s.frv.) né ætandi efni eins og ætandi
hreinsiefni, sýrur, olíur, leysiefni, eldsneyti o.s.frv.
Einnig skal gæta þess að andlitshlífin komist ekki
í snertingu við heita hluti (útblástursrör o.s.frv.) og
aðra hitagjafa (opinn eld, bræðsluofna o.s.frv.)
Þegar andlitshlífin er notuð ásamt öðrum
öryggishlífum með ólíkar merkingar skal taka
mið af merkingunni í lægsta öryggisflokknum.
Andlitshlífar merktar með tákninu 9 (dropar af
bráðnuðum málmi) verður að festa við gjörð sem
ber merkið F eða B ásamt tákninu 9. Koma verður
fyrir síu í andlitshlífar merktar með tákninu 8
(skammhlaup rafmagnsljósboga), með mælikvarða
nr.: 2-1,2 or 3-1,2 og vera 1,4 mm á þykkt.
Breytingar á andlitshlífinni geta dregið úr vörninni
sem hún veitir. Þar af leiðandi skal ekki gera
breytingar á andlitshlífinni á nokkurn hátt. Farga
verður andlitshlífinni umsvifalaust ef henni hefur
verið breytt á nokkurn hátt.
Afar mikilvægt er að nota andlitshlífina öllum
stundum við hættulegar vinnuaðstæður.
Efni sem komast í snertingu við húðina geta
hugsanlega valdið ofnæmisviðbrögðum hjá sumum
notendum.
Frekari upplýsingar fást hjá framleiðanda.
63
Tabla de contenido
loading

Este manual también es adecuado para:

Safe 1Safe 2Safe 3

Tabla de contenido