11 Vegghleðslustöðin er tilbúin til notkunar
og bíður næstu hleðslu. (Framsetning á
hægri hleðslustað: 1 lota)
Villur og bilanir lagfærðar
Komið geta upp villur og bilanir við notkun vegghleðslustöðvarinnar.
Lýsing
Bíllinn er tengdur við vegghleðslustöðina með hleðslusnúrunni,
en stöðuvísirinn fyrir hleðslustaðinn leiftrar samt áfram í
grænum lit: Bíllinn greinist ekki. (Framsetning: 1 lota)
Orsök og tillaga að úrlausn
Hleðslusnúrunni hefur ekki verið stungið rétt í samband.
x Takið hleðslusnúruna úr sambandi við hleðslutengið á bílnum og takið hleðsluklóna úr
hleðslutenglinum á vegghleðslustöðinni. Að því loknu skal fyrst stinga hleðslusnúrunni aftur í
samband við bílinn og stinga hleðsluklónni síðan í samband við vegghleðslustöðina.
x Skoðið hleðslusnúruna og skiptið um hana ef þess þarf.
Lýsing
Stöðuvísirinn fyrir hleðslustaðinn leiftrar í rauðum lit.
(Framsetning: 1 lota)
Orsök og tillaga að úrlausn
Vegghleðslustöðin greindi villu eða bilun sem gerir að
verkum að ekki er hægt að hlaða eða hleðslan er stöðvuð.
Stöðuvísirinn fyrir hleðslustaðinn leiftrar í rauðum lit þar til búið er að lagfæra villuna.
x Takið hleðslusnúruna úr sambandi við hleðslutengið á bílnum og takið hleðsluklóna úr
hleðslutenglinum á vegghleðslustöðinni. Að því loknu skal fyrst stinga hleðslusnúrunni aftur í
samband við bílinn og stinga hleðsluklónni síðan í samband við vegghleðslustöðina.
x Ef villan kemur aftur upp skal taka hleðslusnúruna úr sambandi við bílinn og
vegghleðslustöðina. Takið lúguna fyrir lekastraumsrofann á hleðslustaðnum úr lás, opnið
hana, sláið út með lekastraumsrofanum (staða 0), sláið aftur inn (staða I) og lokið síðan og
læsið lúgunni fyrir lekastraumsrofann aftur (sjá einnig „Wallbox eM4 Twin tekin úr notkun"
á bls. 202). Að því loknu skal stinga hleðslusnúrunni aftur í samband við bílinn og síðan við
vegghleðslustöðina.
x Ef villan kemur aftur upp skal taka hleðslusnúruna úr sambandi við bílinn og
vegghleðslustöðina og slá út með lekastraumsrofunum fyrir báða hleðslustaðina. Sláið einnig
út með sjálfvarinu í rafmagnstöflu hússins (staða 0). Að því loknu skal fyrst slá sjálfvarinu
aftur inn og síðan lekastraumsrofum vegghleðslustöðvarinnar (staða I). Loks skal stinga
hleðslusnúrunni aftur í samband við bílinn og síðan við vegghleðslustöðina.
200 |
Villur og bilanir lagfærðar