Zapf Creation My First Baby Annabell 794326 Manual De Instrucciones página 64

Idiomas disponibles
  • ES

Idiomas disponibles

  • ESPAÑOL, página 22
Fleiri aðgerðir með smáforritinu
Allar aðgerðir í NO APP hamnum sem áður voru útskýrðar má líka nota á sama hátt í APP-hamnum.
-
Þvegin í framan: Til þess að þvo brúðunni í framan tekur barnið litla klútinn og þurrkar nokkrum
sinnum yfir vangana á brúðunni með léttum þrýstingi. Þá heyrast ungbarnahljóð. Þegar engar
stjörnur sjást lengur á myndinni og bjalla hringir er hún orðin hrein í framan. (Mynd ③)
-
Syngja: Þegar stillt er á hádegisrununa getur brúðan sungið. Til þess þarf að halda brúðunni up-
préttri meðan þrýst er á báðar hendurnar (hjartað og blómið) í um það bil 1 sekúndu. (Mynd ⑧)
-
Skoða tunglið: Í kvöldrununni skoðar brúðan og dáist að tunglinu og stjörnunum. Til þess er
brúðunni haldið uppréttri í um það bil 1 sekúndu meðan þrýst er á höndina með hjartað.
(Mynd ⑨)
-
Tekið til í herberginu: Ef morgunrunan er valin geta barnið og brúðan hjálpast að við
að taka til í barnaherberginu. Til að kveikja á þessum leik þarf að halda brúðunni uppréttri og
þrýsta á höndina með blóminu í um það bil 1 sekúndu. Á eftir er brúðunni hallað rólega til vinstri
og til hægri. Að þessu hlær brúðan og öll óreiðan í herberginu fer snyrtilega í röð og reglu.
(Mynd ⑩)
-
Kvöldsaga: Í kvöldrununni fær brúðan að hlusta á kvöldsögu sem lesin er upp. Þá þarf fyrst að
leggja brúðuna lárétta niður. Á meðan hún liggur er þrýst á höndina með blóminu í um það bil 1
sekúndu. Í smáforritinu birtist mynd af lömbum og stjörnum. Með því að þrýsta á aðra höndina á
brúðunni detta stjörnurnar hver á eftir annarri niður af himninum og lömbin og blómin sofna rótt.
(Mynd ⑪)
Upplýsingar um smáforritið
-
Netsamband er ekki nauðsynlegt nema til að hlaða niður smáforritinu. Eftir það er hægt að leika
sér með forritið án netsambands.
-
Til að spila smáforritið þarf ekki að nota eða vista neinar upplýsingar né heldur senda til þriðja aðila
eða til söluaðila smáforritsins.
-
Í smáforritinu „ My First Baby Annabell" er hægt að velja milli allmargra tungumála. Til þess að velja
tungumál þarf að banka á lömbin með blöðrunum á fyrstu myndinni. Á næstu mynd á að banka á
lambið með fána ríkisins þar sem það tungumál sem óskað er eftir er talað. Þar með er búið að velja
tungumál og smáforritið skiptir yfir á fyrstu myndina aftur. Á vefsíðunni okkar, www.baby-annabell.
com, er líka hægt að sjá hvaða tungumál boðið er upp á nú sem stendur.
-
Smáforritið hentar fyrir spjaldtölvur, snjallsíma og önnur álíka tæki.
-
Á www.baby-annabell.com eru öll þau tæki talin upp sem við höfum prófað smáforritið okkar á
með góðum árangri.
-
Vinsamlegast hafið í huga að til þess brúðan nái góðu sambandi við smáforritið ætti hún ekki vera
lengra í burtu frá fartækinu en ca. 50 cm.
-
Við sendingu merkjanna næst besti árangurinn ef brúðan er látin snúa að fartækinu meðan
kveikt er á leiknum. Þegar brúðan er látin ropa ætti hún líka að snúa að minnsta kosti hliðinni að
fartækinu.
-
Algengar spurningar og svör við þeim er að finna á www.baby-annabell.com.
Förgun í samræmi við WEEE (ESB tilskipun um förgun á gömlum rafmagns- og rafeindabúnaði):
Vörum merktum með ruslatunnu sem krossað er yfir má ekki farga með blönduðum heimilisúrgangi.
Skylt er að skila þeim flokkuðum frá öðrum úrgangi. Til þess hafa sveitarfélögin sett upp móttökustöðvar
sem taka á móti notuðum heimilistækjum frá heimilum án endurgjalds. Með rangri förgun geta hættuleg
efni í rafmagns- og rafeindabúnaði borist út í umhverfið.
64
loading