Hljóðstyrkur streymis stilltur
Hækkaðu hljóðstyrk streymisins (+) eða lækkaðu hann (-) með því að ýta
stutt á annan af tveimur hljóðstyrkshnöppunum (1.1).
„Slökkt á herbergi" er möguleiki sem býður upp á að slökkva á umhverf-
ishljóðum í herbergi með því að taka hljóðið af hljóðnemum heyrnartæki-
sins á meðan þú streymir hljóði úr tækinu. Eiginleikinn er virkjaður með
því að ýta lengi á hljóðstyrkshnappinn til að lækka (-) og slökkt er á
honum með því að ýta lengi á hljóðstyrkshnappinn til að hækka (+).
Hnappalæsing
Hægt er að læsa hnöppum tækisins til að koma í veg fyrir að þeir séu óvart
virkjaðir. Ýttu samtímis á hnappinn til að hækka (+) og kerfishnappinn
(1.2) til að læsa hnöppunum og taka þá úr lás.
Gaumljósin fyrir notkun (1.5) blikka tvisvar sinnum í hvítum lit til að gefa til
kynna að hnöppunum hafi verið læst eða þeir teknir úr lás.
Sound Assist-tækið fest á klæðnað
Hægt er að bera Sound Assist-tækið á sér með því að nota innbyggðu
málmklemmuna (1.10). Hægt er að festa tækið beint á fatnað eða á
hálslykkjuna (2.2) (mynd 4).
Eiginleikar fyrir fjartengdan hljóðnema
Vinahljóðnemi (mynd 5): Þegar einn aðili í samtali er með Sound Assist-
tæki á sér streymir tækið sjálfkrafa rödd hins aðilans í heyrnartækið.
151