240
Stillingar eftir vexti barnsins
Hæð axlabelta/höfuðpúða
•
Hægt er að stilla hæð axlabeltanna og höfuðpúðans með því að toga
handfang höfuðpúðans upp aftan á höfuðpúðanum og færa hann upp
eða niður. Til að þetta sé hægt verður beltissylgjan að vera opin og beltin
þurfa að vera toguð út. (16)
•
Til að finna rétta hæð fyrir barnið skaltu færa höfuðpúðann alla leið upp,
setja barnið í bílstólinn og færa síðan höfuðpúðann niður þar til hann situr
á öxlum barnsins.
•
Mikilvægt fyrir notkun í framsæti: hafðu alltaf að minnsta kosti 5 cm bil
á milli bílrúðunnar og efsta hluta höfuðs barnsins eða höfuðpúða, hvort
sem er hærra. Ef ekki er hægt að hafa höfuðpúðann hátt uppi í framsæti
bílsins þarftu að færa bílstólinn í aftursætið í staðinn.
Bílstólnum hallað aftur
•
Hægt er að stilla hallann á bílstólnum eftir því sem er þægilegast fyrir
barnið. Þetta er gert með því að nota handfangið undir bílstólsskelinni.
(17)
Fótarými
•
Þú getur ákveðið hversu mikið fótarými þú vilt hafa hjá bílstólnum
með því að stilla stöðuna á framstoðinni. Þetta verður að gera áður en
bílstóllinn er settur upp. Sjá hlutann „Barnabílstóllinn undirbúinn fyrir
uppsetningu".
Barnainnlegg
•
Barnainnleggið verður að nota frá fæðingu og hægt er að nota það þar til
barnið er 87 cm á hæð. Ekki taka barnainnleggið úr fyrr en barnið er orðið
61 cm á hæð og kann að sitja upprétt sjálft.
•
Hægt er að taka barnainnleggið úr sætisskelinni með því að taka beislið í
gegnum raufarnar á barnainnlegginu.
•
Hægt er að setja barnainnleggið aftur í sætisskelina með því að taka
beislið í gegnum raufarnar á barnainnlegginu. Notaðu barnainnleggið
eingöngu þegar bílstóllinn er í mest afturhallandi stöðu. Gakktu úr skugga
um að beislið sé rétt staðsett svo hægt sé að strekkja vel á því án þess að
snúist upp á það. (18)
Skipt um áklæði
•
Leggið á minnið hvernig áklæðið er tekið af til að geta sett það aftur eins
á.
•
Hægt er að taka áklæðið af höfuðpúðanum.
•
Nánari upplýsingar má finna á www.besafe.com
•
Þegar áklæðið er þvegið skal fylgja þvottaleiðbeiningum innan á
áklæðinu.
! Aðvörun: Möguleg mistök
•
EKKI MÁ setja stólinn í framsæti MEÐ VIRKUM ÖRYGGISPÚÐA.
•
Bílstóllinn MÁ EKKI vera settur upp þar sem öryggisbeltið er
með loftpúða í beltinu sem ekki er hægt að slökkva á.
•
Ávallt verður að nota gólfstuðninginn. Gættu þess að
gólfstuðningnum sé ýtt alveg niður og að hann snerti gólf bílsins að
fullu.
•
Gættu þess að öryggisbeltið sé strekkt, læsingin lokuð og strekkt og að
báðar neðri festiólarnar séu tengdar við bílinn og strekktar.
Ábyrgð
•
Allar BeSafe vörur eru hannaðar, framleiddar og prófaðar af kostgæfni
bæði af framleiðanda og óháðum eftirlitsaðilum. Ef stóllinn uppfyllir ekki
kröfur vinsamlegast skilið honum til VÍS.
•
Ef lagfæra þarf stólinn sem þú leigir, hafðu þá samband við barnabílstóla
VÍS í síma 560-5365 eða komdu við á næstu þjónustuskrifstofu VÍS. Ekki
reyna að lagfæra stólinn upp á eigin spýtur.
•
Stól sem lent hefur í umferðarslysi skal skila strax til VÍS og fá annan í
staðinn
241