234
Þakka þér fyrir að velja BeSafe Stretch B
!
Það er mikilvægt að þú lesir þessa notendahandbók ÁÐUR en þú festir
stólinn. Röng uppsetning getur stofnað barni þínu í hættu.
! Mikilvægar upplýsingar
•
Barnabílstóllinn MÁ EKKI vera sett í framsæti EF
LOFTPÚÐAR ERU VIRKIR eða í sæti með beltisloftpúða.
•
Listinn yfir bifreiðar fyrir þennan bílstól er leiðarvísir sem
sýnir hvar hægt er að setja bílstól í þína bifreið. Þú verður þó alltaf að
athuga í handbók bifreiðarinnar þinnar hvort barnabílstóll af þessari
tegund megi vera notuð í bifreiðinni. Handbók bifreiðarinnar hefur
forgang og alltaf verður að fara eftir henni.
•
Þessi bílstóll verður að setja þannig að barnið snúi aftur og með 3ja
punkta öryggisbelti, í samræmi við UN/ECE reglugerð nr. 16 eða aðra
jafngilda staðla.
•
Alltaf á að nota gólfstuðning. Ýta skal stönginni vel niður í gólf
ökutækisins og ganga úr skugga um að vísirinn á henni bendi á grænt.
•
Öryggisbeltin verða alltaf að vera læst þegar barnið er í stólnum.
•
Strekkja verður á öryggisbeltunum til að taka af slaka og gæta þess að
þau séu ekki snúin.
•
Gættu þess að strekkja mjög vel á beislinu, þannig að ekki sé lengur
hægt að mynda brot í beltunum. Þegar strekkt er á beislinu skal ganga úr
skugga um að barnið liggi vel upp að bakinu.
•
Axlapúðarnir innihalda segla. Seglar geta haft áhrif á rafmagnsbúnað, t.d.
gangráða eða önnur lækningatæki.
•
Verjið barnið fyrir sól.
•
Klæðið barnið ávallt í þunnt lag af fötum til að forðast beina snertingu á
milli beislisins og húðar. Forðist þykkan fatnað því það kemur í veg fyrir
að hægt sé að strekkja beltin að fullu.
•
Við mælum með því að nota barnainnleggið eingöngu í mest hallandi
stöðu þar til barnið hefur náð 87 cm hæð.
•
Taktu barnainnleggið úr þegar barnið er orðið hærra en 87 cm.
•
Þú verður að hætta að nota þennan bílstól og skipta yfir í næstu stærð
þegar EITT af eftirfarandi atriðum er uppfyllt: 1) Barnið er stærra en 125
cm; 2) Barnið er þyngra en 36 kg í fötum; 3) Axlahæð barnsins fer yfir
hæstu stöðu axlabeltanna; 4) Efsti hluti eyrnanna er fyrir ofan hæsta
punkt höfuðpúðans í hæstu stöðu.
•
Skiptu um bílstólinn ef hann var í árekstri þar sem hraðinn var 10 km/
klst. eða meiri og ef grunur leikur á að bílstóllinn hafi skemmst af
einhverri ástæðu. Þótt bílstóllinn gæti virst óskemmdur er mögulegt að
hann geti ekki verndað barnið þitt eins vel og hann var hannaður fyrir, ef
annað slys á sér stað.
•
Gætið þess að setja ekki farangur ofan á stólinn, skella hurðum á hann
eða gera nokkuð annað sem getur skemmt hann.
•
EKKI reyna að taka stólinn í sundur, breyta eða bæta hlutum við hann.
Ábyrgðin gildir ekki ef annað en upprunalegir hlutir eru notaðir eða
einhver aukabúnaður.
•
Aldrei skilja barnið eftir eftirlitslaust í stólnum.
•
Gangið úr skugga um að farþegar viti hvernig losa á barnið úr stólnum í
neyðartilfellum.
•
Festið töskur og aðra lausamuni vel því laus farangur getur slasað bæði
börn og fullorðna illa.
•
Aldrei nota bílstól án áklæðis. Það er til öryggis og má aðeins endurnýja
með upprunalegu BeSafe áklæði.
•
Ekki nota sterkar hreinsivörur; þær geta dregið úr styrk stólsins.
•
Þegar áklæðið er þvegið skal fylgja þvottaleiðbeiningum innan á
áklæðinu.
•
BeSafe mælir með að notaðir barnabílstólar séu hvorki keyptir né seldir.
•
GEYMDU þessa handbók til síðari nota. Geymdu það í vasanum fyrir
notandahandbókina neðst á framstoðinni.
•
EKKI nota stólinn lengur en 15 ár því efnið í honum breytist með aldrinum.
•
EKKI nota stólinn heimafyrir. Hann er ekki hannaður til heimabrúks
heldur aðeins til nota í bíl.
•
Þegar stólinn er settur í bílinn skal gæta vel að öllum stöðum þar
sem hann gæti snert innréttingu bílsins. Við mælum með að (BeSafe)
hlífðarklæði sé notað á þessum stöðum til að koma í veg fyrir skemmdir
af núningi. Þetta á sérstaklega við um leður- og viðarklædda fleti.
•
Ef þú ert í vafa, hafðu þá samband við starfsmenn barnabílstóla hjá VÍS.
Íhlutir
(1a)
Höfuðpúði
(1b)
Barnainnlegg
(1c)
Framstoð
(1d)
Framstoðshandfang
(1e)
Vasi fyrir notandahandbók
(1f)
SIP+ (Hliðarhöggvernd)
(1g)
Beltaleiðari (2x)
(1h)
Gólfstuðningur
(1i)
Stilling fyrir gólfstuðning
(1j)
Stöðuvísir fyrir gólfstuðning
(1k)
Axlarpúðar (2x)
(1l)
Axlaólar (2x)
235