ÖRYGGI RAFMAGNSKETILS
MIKILVÆG ÖRYGGISATRIÐI
Við notkun raftækja þarf ávallt að fylgja grundvallar-
öryggisráðstöfunum, þar á meðal:
1. Lesa allar leiðbeiningar.
2. Viðvörun: Rangnotkun getur valdið hugsanlegum meiðslum.
3. Ekki snerta heita fleti. Notaðu handföng.
4. Til að vernda gegn eldsvoða, raflosti og meiðslum á fólki skal ekki
setja undirstöðu, snúru, kló eða rafmagnsketilinn í vatn eða aðra
vökva.
5. Viðvörun: Forðastu að hella niður á tengilinn.
6. Börn, 8 ára og eldri, geta notað þetta tæki, ef þau hafa verið undir
eftirliti, eða fengið leiðbeiningar um örugga notkun tækisins og ef þau
skilja þær hættur sem henni fylgja. Hreinsun og notandaviðhald skal
ekki framkvæmt af börnum, nema þau séu eldri en 8 ára og undir
eftirliti. Hafðu heimilistækið og snúru þess þar sem börn yngri en 8
ára ná ekki til.
Einstaklingar sem hafa skerta líkamlega, skynjunarlega eða andlega
hæfni eða skortir reynslu og þekkingu geta notað heimilistæki, ef þeir
hafa verið undir eftirliti eða fengið leiðbeiningar um örugga notkun
tækisins og skilji þær hættur sem henni fylgja.
7. Hætt er við að yfirborð hitaelementsins sé heitt eftir notkun. Taktu
rafmagnsketilinn úr sambandi við innstungu og leyfðu honum að
kólna áður en þú hreinsar hann eða fjarlægir hluti.
8. Ekki nota rafmagnsketilinn með skemmdri snúru, kló, eða öðru
sem er í ólagi. Sé rafmagnssnúran skemmd verður framleiðandinn,
þjónustufulltrúi hans, eða annar til þess bær fagaðili að skipta um
hana til að koma í veg fyrir hættu. Sjá hlutann „Ábyrgð og þjónusta".
9. Aðeins skal nota rafmagnsketilinn með undirstöðunni sem fylgir.
Notkun varahluta sem framleiðandinn mælir ekki með kann að leiða
til eldsvoða, raflosts eða meiðsla á fólki.
10. Ekki nota utanhúss.
11. Ekki láta snúru hanga út af borðbrún, eða láta hana komast
í snertingu við heita fleti.
12. Ekki nota nálægt, eða á heitri gas- eða rafmagnseldavél.
13. Aðeins ætti að nota rafmagnsketilinn til að hita vatn.
14. Ekki nota rafmagnsketilinn nema lokið sé almennilega lokað.
126