IS
PELTOR MILLISTYKKI FL5000
3M Peltor FL52xx spennar uppfylla allar þær kröfur sem settar eru fram í EMC-tilskipun
2004/108/EC. Búnaðurinn hefur verið prófaður í samræmi við EN61000-4-3:2006.
FL5230 er prófaður og vottaður í samræmi við ATEX tilskipun 94/9/EC og hefur fengið
EC-gerðar prófunarvottorð 09ATEX1116, 09ATEX1177, 09ATEX1329 Nemko 09 ATEX 1093,
útgefið af NEMKO, Gaustadalléen 30, 0314, Ósló, Noregi, tilkynntur aðili 0470.
Búnaðurinn hefur verið prófaður og vottaður í samræmi við staðlana EN 60079-0:2006, EN
60079-11:2007.
Búnaðurinn er CE merktur.
FL52xx eru í samræmi við kröfur IEC Ex skema og hægt er að hlaða vottorðinu niður af
http://www.iecex.com.
Lestu leiðbeiningarnar nákvæmlega svo Peltor-tækið þitt nýtist þér sem allra best.
EIGINLEIKAR
Peltor millistykki í FL5000-línunni gera þér kleift að fella Peltor-heyrnarhlífar að flestum
tegundum þess samskiptabúnaðar sem fáanlegur er.
Hönnun
Millistykkið er lokað inni í hagkvæmri, þéttri og sterkbyggðri dós sem engir hlutar standa út
úr. Stærð þess miðast við stærð handar en líka er auðvelt að festa millistykkið við fatnað án
þess að það sé fyrir eða hætta sé á að það krækist í aðra hluti.
Á baki millistykkisins er öflug festiklemma (A) sem hægt er að snúa í 360° svo það sé eins
sveigjanlegt og þægilegt og hægt er að hafa það við allar aðstæður.
Hægt er að fjarlægja klemmuna ef millistykkið þarf ekki að vera fast. Á millistykkinu er einnig
festilykkja (B) sem hægt er að nota í öryggisskyni þegar festiklemman er ekki í notkun.
Talhnappur (C)
Þétti læsihnappurinn (PTT – Push-To-Talk) er gerður úr sérlega mjúku plastefni. Hnappurinn
er framan á tækinu og mótaður þannig að bæði rétthentir og örvhentir geti notað hann þótt
þeir séu með þykka hanska. Á talhnappnum er þrýstipunktur sem sýnir hvort tækið er í gangi
eða ekki.
Tengisnúra
Leiðslan út (D) er með tengibúnað við hlutaðeigandi samskiptabúnað eða talkerfi. Leiðslan
er tengd við dósina með mjúkri og endingargóðri sveigjanlegri tengingu.
Tengibúnaður fyrir heyrnarhlífar
Í dósinni er sterkbyggður tengill (E) af staðlaðri Peltor-gerð J11 til tengingar við Peltor-
34