Zapf Creation BABY born Little Sister Manual Del Usuario página 27

Tabla de contenido
Idiomas disponibles
  • ES

Idiomas disponibles

  • ESPAÑOL, página 15
Almennar upplýsingar:
Áður en varan er tekin í notkun mælum við með því að þið lesið notkunarleiðbeiningarnar vandlega og geymið
þær, ásamt umbúðunum, til síðari nota.
Aðgerðir
1. Ég er færanleg.
Þökk sé liðamótum í handleggjum, fótum og höfði er dúkkan liðskipt að fullu. Hún getur standið af sjálfsdáðum
eða setið sjálf. (Mynd 1 og 2)
Færanlegu liðamótin eru (mynd 3):
-
Höfuð (1)
-
2x axlir (2)
-
2x fætur (3)
-
2x hné (4)
2. Ég get drukkið.
Fyllið á pelann sem fylgir með dúkkunni með fersku kranavatni og skrúfið pelatúttuna vel á flöskuna.
Haldið dúkkunni á handleggnum og hallið henni þannig að pelatúttan snúi niður og hægt sé að ýta henni beint
inn í munn dúkkunnar. Stingið túttunni alveg inn í pelann.
Þá er hægt að gefa dúkkunni vatn með því að þrýsta varlega á pelann og endurtaka. Ekki má þó gefa meira en
þriðjung af innihaldinu.
Vatnsgeymirinn er fullur þegar vatn lekur úr munni dúkkunnar.
Viðvörun: Notið eingöngu ferskt vatn í pelann. Aðrir vökvar geta stíflað slöngur og vökvageyma
innan í dúkkunni.
3. Ég get grátið.
Dúkkan getur grátið alvöru tárum. Fyrst þarf samt að setja vatn á hana. Takið síðan um dúkkuna með báðum
höndum undir handleggi hennar og þrýstið fyrir miðjuna á brjóstkassa hennar með því að nota fingur eða
þumla.
Hún fer að gráta.
Ef þetta á sér ekki stað skal fylla á dúkkuna með hreinu vatni að nýju og þrýsta síðan á miðjuna á brjóstkassa
hennar.
4. Ég get farið í bað.
Ef dúkkan er böðuð heima skal aðeins nota BABY born baðkör eða baða dúkkuna í viðeigandi íláti.
Notið kalt eða volgt vatn þegar dúkkan er böðuð og notið almennar baðsápur sem henta börnum.
Ef farið er með dúkkuna í sundlaug eða á ströndina má ekki leika með dúkkuna í klór- eða saltvatninu í meira en
1 klukkustund þar sem það getur valdið efnafræðilegum breytingum eða bleikingu á dúkkunni.
1 klukkustunda hámarkið á einnig við um baðvatn í BABY born baðkari eða íláti sem hentar fyrir dúkkur.
Samt sem áður ætti ekki að setja dúkkuna alveg í kaf.
1. Mikilvægt er að skola og þrífa dúkkuna með hreinu vatni eftir að hún hefur verið tekin með í bað.
Ef vatn hefur komist inn í dúkkuna skal losa vatnið úr henni áður en BABY born-dúkkan er notuð aftur. Fylgið
leiðbeiningunum um hreinsun og þurrkun.
2. Þegar leikið er með dúkkuna í BABY born baðkari eða öðru viðeigandi íláti getur vatn komist inn í slöngur
og vökvageyma inni í dúkkunni. Þess vegna er mjög mikilvægt að hreinsa slöngukerfið inni í dúkkunni strax
eftir baðið. Lesið leiðbeiningarnar um hreinsun til að fá nánari upplýsingar.
3. Mikilvægt! Forðast skal að baða dúkkuna með barninu í baðkarinu. Ófullnægjandi hreinsun og/eða þurrkun
eftir fyrri baðferð gæti valdið uppsöfnun á slæmum örverum og bakteríum í dúkkunni.
4. Dúkkan hentar ekki sem flotbúnaður.
5. Notið ekki snyrtivörur eða húðvörur á dúkkuna.
6. Skiljið ekki dúkkuna eftir í beinu sólarljósi í lengri tíma (hám. 1 klukkustund).
7. Skiljið ekki dúkkuna í háum hita (45°C eða hærri) í lengri tíma.
5. Ég get sofið.
Dúkkan er syfjuð til augnanna. Augu hennar lokast og hún sofnar um leið og hún hefur verið lögð niður.
Upplýsingar um hreinsun og þurrkun:
Framkvæmist af fullorðnum aðila.
IS
27
Tabla de contenido
loading

Tabla de contenido