154
Undirbúningur
• Stillanlegur höfuðpúði (1a)
• Axlaólar (2x) (1b)
• Hliðarstuðningur (1c)
• Beltissylgja (1d)
• Sætispúðar (1e)
• Miðjustilling (1f)
• Stillingarhandfang (1g)
• Handfang til að losa höfuðpúða (1h)
• Framstoð (1i)
Að setja stól í i-Size stólastöð
1. Athugaðu hvort vísirinn fyrir ISOfix og framstoðina á stólastöðinni
bendir á grænt. (2)
2. Gangið úr skugga um að framstoðin sé vel fest við stólastöðina.
Leiðbeiningar fyrir notkun á framstoðinni er að finna í bæklingi um
stólastöðina. (2)
3. Tryggðu að stóllinn sé í losunarstöðu þegar hann er settur í
stólastöðina eða tekinn úr henni. Gulu örvarnar tvær á sætinu
og örvarnar á stólastöðinni eiga að vísa hver á aðra. (3) Notaðu
handfangið framan á stólastöðinni til að stilla stöðuna á stólnum, sjá
skref 6.
4. Gætið þess að stóllinn sitji rétt í stólastöðinni. Það heyrist smellur
og vísirinn að framan sýnir grænt. (3)
5. Þegar bakvísandi stóll er fyrir aftan bílstjórasætið skal, ef unnt er,
ýta því aftur þannig að það snerti bílstólinn. Ef þetta er ómögulegt
skal stilla bak bílstjórasætisins eins mikið fram á við og aðstæður
leyfa. (4)
6. Hægt er að losa stólinn og snúa honum með því með því að toga í
handfangið framan á stólastöðinni (5,6). Til að taka stólinn af þurfa
gulu örvarnar tvær á sætinu og stólastöðinni að standast á.
7. Ekki ætti að snúa stólnum fram fyrr en hæð barnsins er í það
minnsta 88 cm eða barnið 15 mánaða gamalt. BeSafe mælir með
notkun bakvísandi stóls eins lengi og mögulegt er.
8. Framstoðin verður að vera í stöðu nr. 1 þegar stóllinn vísar fram. (7)
9. Ekki er hægt að snúa BeSafe iZi Modular RF stólnum við. Hann er
ávallt bakvísandi.
10. Hægt er að halla stólnum með þar til gerðu handfangi að
framan. (8)
11. Bakvísandi stól á að nota í tveimur mestu hallastillingunum. (9)
12. Hægt er að stækka fótarými bakvísandi stólsins með því að toga
framstoðsspjaldið út frá stólastöðinni. Framstoðsspjaldið má stilla
á þrjá vegu. Það þarf að taka sætið af stólastöðinni og losa ISOfix
festingar stólastöðvarinnar til að stilla framstoðsstöðuna. (10)
13. Stóllinn er afhentur með auka hliðarhöggsvernd (SIP+) sem má
fjarlægja. Hana á að nota hurðarmegin á stólnum. Hægt er að tengja
hana með raufunum á milli sætisskeljarinnar og efnisins. Stóllinn er
með mikla innbyggða höggvernd en þessi eykur hana enn frekar.
(Er ekki á öllum tegundum) (11) Ekki nota auka hliðarhöggvernd
(SIP+) á stólinn ef bilið á milli stóls og bílhurðar er of lítið. Ástæðan
fyrir of litlu bili getur verið að stóllinn sé rangt festur í bílinn. Skoðið
festingar því vel.
Stóllinn tekinn úr i-Size stöðinni
1. Hægt er að losa stólinn með því að toga í handfangið framan á
stólastöðinni. Gulu örvarnar þurfa að standast á til að hægt sé að
fjarlægja stólinn.
Barnið fest
1. Raufar axlaóla eiga að nema við axlir barnsins. (12)
2. Togið axlaólarnar upp um leið og þrýst er á stillingarhnappinn. (13)
3. Opnið beltissylgjuna. (14)
4. Hægt er að stilla hæð axlaólanna og höfuðpúðans með handfangi
bak við höfuðpúðann. (15)
5. Til að halda beltinu opnu þegar barnið er sett í stólinn skal setja
axlaólarnar á merkið á hliðum sætisins. Þá grípa seglarnir þær. (16)
6. Þegar búið er að koma barninu fyrir skal setja axlaólarnar yfir axlir
barnsins, loka sylgjunni og SMELLA! (17)
7. Togið beislisólina í miðjunni beint upp eða fram í átt að grænu
örinni þar til beltið fellur þétt að barninu. Til að losa beltið á ný
þrýstið á hnapp þar sem beislisólin kemur út og tosið í axlar- eða
mjaðmaólar. (18)
155