ÍSLENSKA
Þrif
Áður en varan er tekin í notkun ætti að
þvo hana, skola og þurrka vandlega.
Vöruna má setja í uppþvottavél og fylgið
vinsamlegast leiðbeiningum varðandi
umhirðu til að potturinn haldist í
fullkomnu ástandi.
Þurrkið alltaf eftir þvott til að forðast
bletti eftir kalkið í vatninu. Blettum má
ná af með volgu vatni og örlitlu af ediki.
Til að koma í veg fyrir bletti af völdum
salts ætti ekki að salta matinn fyrr en
suðan hefur komið upp.
Notið ekki stálull eða annað sem getur
rispað yfirborðið.
Botninn er aðeins kúptur þegar hann
er kaldur en þenst og flest út í hita.
Leyfið eldunaráhöldum alltaf að kólna
fyrir þvott. Þá nær botninn aftur sinni
fyrri lögun og verður síður ójafn með
tímanum.
Notkun
Haldföngin eru hönnuð þannig að bil sé
á milli pottsins og loksins. Þannig getur
þú auðveldlega hellt vatni úr eða hleypt
gufu úr pottinum þannig að ekki sjóði
upp úr, án þess að lyfta lokinu.
Settu lokið á pottinn. Láttu haldföngin
á lokinu liggja á haldföngunum á
pottinum og láttu matinn sjóða án þess
að hafa áhyggjur af því að það sjóði
upp úr pottinum. (sjá mynd 1). Þegar
þú ætlar að hella vatninu úr, heldur þú
báðum haldföngum saman hvoru megin,
lyftir pottinum og hallar honum síðan
þannig að vatnið hellist úr. Hafið í huga
að handföngin hitna við notkun. Notið
ávallt pottaleppa þegar potturinn er
handleikinn. Passaðu að brenna þig ekki
á heitri gufunni.
14
Láttu haldföngin á lokinu og pottinum
vísa í mismunandi áttir til að loka
pottinum alveg. (sjá mynd 2)
Gott að vita
Þessi pottur hentar til notkunar á öllum
gerðum af helluborðum.
Notið eldunarílátið á hellu sem er
jafnstór eða minni að þvermáli til að
spara orku.
Lyftið alltaf pottinum þegar hann er
færður til á helluborðinu til að forðast
rispur.
Gætið þess að potturinn hitnar mikið við
notkun. Notið alltaf pottaleppa.
Gætið þess að láta aldrei þurrsjóða í
pottinum. Það skekkir botninn.
Potturinn er aðeins ætlaður til
matreiðslu, ekki til að geyma í matvæli.
Matvæli sem eru geymd í pottinum í
lengri tíma geta haft áhrif á yfirborðið
og dregið í sig málmbragð.
Gætið þess að loginn snerti ekki
haldföngin þegar eldað er á gashellum.
Ef þú lendir í vandræðum með þessa
vöru hafðu þá samband við IKEA
verslunina/þjónustufulltrúa eða kíktu á
www.ikea.is.
15