Varúð
Háspenna!
Eingöngu til þess hæft starfsfólk skal setja upp,
nota eða gera við þessa vöru.
Tengið frá rafgeyminum og aflgjafanum fyrir
viðhald, viðgerð eða sundurhlutun.
Varúð
Háspenna!
Ef merki eru um skemmdir á hleðslutækinu,
leiðslum eða tengjum skal taka strauminn af. Ekki
snerta skemmda hluta.
Ekki snerta óeinangruð rafgeymisskaut, tengi eða
rafmagnshluti sem eru í gangi.
Hafið samband við viðgerðaraðila.
Athuganir
1. Kannið hvort einhverjar skemmdir sjáist á
köplum og tengjum.
2. Gangið úr skugga um að rafgeymirinn sé
gallalaus, í góðu ásigkomulagi og af réttri
tegund fyrir hleðslutækið.
3. Gangið úr skugga um að rafgeymirinn sé rétt
tengdur og að var rafgeymisins, ef til staðar, sé
órofið.
4. Gangið úr skugga um að spenna sé rétt og að
ekkert var sé rofið.
Öryggisstöðvun
Hleðsla er stöðvuð ef:
• Fjöldi amperstunda eftir hleðslu er yfir forstilltu
gildi.
• Hleðslutími einhvers hleðslufasa er yfir forstilltu
gildi.
• Spenna og straumur eru yfir samþykktu
meðalgildi.
• Rafgeymirinn er aftengdur án þess að slökkt
hafi verið á hleðslutækinu.
• BMS slekkur á hleðslutækinu í gegnum CAN-
tengibraut.
• Truflun er á samskiptum CAN-tengibrautar við
rafhlöðu.
Hleðsla er stöðvuð tímabundið eða minnkuð
þegar:
• Hitastig hleðslutækisins er yfir hámarki þess.
• BMS-kerfið stöðvast eða minnkar hleðslu um
CAN-tengibraut.
• Access™ BMU stoppar eða dregur úr hleðslu
vegna mikils hita rafhlöðunnar.
Villuboð athuguð
Þegar hleðslutækið greinir bilun:
• kviknar gaumljós á stjórnborði hleðslutækisins.
Sjá Fig. 1 staðsetning 2.
• villuboð birtast á stjórnborðsskjánum. Ef fleiri en
ein villuboð eru til staðar flettast þau sjálfkrafa.
Skráðu upplýsingar um villuboð og hringdu eftir
þjónustu.
Tæknilegar upplýsingar
Umhverfishiti
1
: 0 - 40 °C (32 - 104 °F)
Geymsluhiti: –25 - 60 °C (–13 - 140 °F)
Rafspenna: Sjá upplýsingamiða
Afl: Sjá upplýsingamiða
Orkunýtni: >90% við fulla hleðslu.
Vörn gegn innflæði: IP20
Samþykki: CE og/eða UL. Sjá upplýsingamiða
1) Mælt við loftinntak hleðslutækisins.
2) Staðsett vinstra megin eða á neðri hluta hleðslutækisins.
Endurvinnsla
Þessi vara er flokkuð sem rusl úr rafeindabúnaði.
Fylgja ætti lögum og reglum sem gilda á hverjum
stað fyrir sig.
Samskiptaupplýsingar
Micropower E.D. Marketing AB
Idavägen 1, SE-352 46 Växjö, Svíþjóð
Sími: +46 (0)470-727400
www.micropower-group.com
2
2
2
99