Anleitung_A_180_E_SPK7:_
5.1 Ístykki sett á tækið (myndir 1/2/3)
Til að stuðla að auknu öryggi á meðan að ístykki
eru ásett ætti að snúa tækinu þannig að
höfuðrofi þess (1) snúi niðurávið og
ístykkjafestingin (2) uppávið.
Setjið ístykkið (til dæmis þríhyrndu slípiplötuna)
þannig á ístykkjafestinguna (2) að það passi rétt
og á pinna ístykkjafestingarinnar (2).
Festið ístykkið með meðfylgjandi skrúfu (b) og
herðið skrúfuna vel með sexkantinum (9).
Gangið úr skugga um að skífan (a) sé einungis
notuð sem undirlagsskífa undir skrúfuna (b) við
notkun á sköfu og sagarblaði (sjá mynd 3).
Ójafna hlið skífunnar á að leggja á ístykkið.
Athugið að ístykkið sé vel fast!
5.2 Þríhyrnd slípiplata
Með þríhyrndu slípiplötunni er hægt að nota tækið
sem slípitæki.
5.2.1 Festing sandpappírs
Auðveld festing með frönskum rennilás. Gangið úr
skugga um að göt sandpappírsins passi við
ryksugugötin á slípiplötunni.
5.3 Ryksugutenging og sugubarki ásett (mynd
4/5)
Ryksugun minnkar mestu óhreinindin, rykmyndun
öndunarlofts og auðveldar vinnu.
Setjið tækið í örugga stöðu eins og lýst er í lið
5.1.
Setjið ryksugutenginguna (3) á ístykkjafestinguna
(2) eins og sýnt er á mynd 4.
Herðið skrúfurnar (c) með sexkantinum (5) í þar
til gerð göt.
Tengið sugubarkann (4) við ryksugutenginguna
(3). Gangið úr skugga um að örin (a) á minni
enda sugubarka (4) með festingunni (b) á
ryksugutengingunni (3) snúi rétt (sjá mynd 5).
Snúið sugubarkanum (4) rangsælis þar til hann
smellur í fasta stöðu.
Tengið tækið við ryksugu eða ryksogunartæki.
Þannig næst hámarks sogun á ryki, spónum og
þessháttar á verkstykki.
Kostir: Notandi hlífir tæki og eigin heilsu. Auk þess er
vinnusvæðið hreinna og öruggara.
6. Tæki tekið til notkunar (mynd 6)
6.1 Höfuðrofi
Til þess að gangsetja tækið verður að renna
höfuðrofanum (1) frammávið.
26.06.2008
15:42 Uhr
Seite 77
6.2 Notkunarleiðbeiningar
Gangsetjið tækið.
Vinnið með tækið í áttina frá líkama.
Leggið aldrei hendur á verkstykkið fyrir framan
tækið.
Notið einungis ósködduð ístykki sem eru í
fullkomnu lagi.
6.2.1 Ístykki
Sagað: Sagað í við eða gerviefni.
Notkunarleiðbeiningar: Gangið úr skugga um að ekki
sé sagað í aðskotahluti og fjarlægið þá ef að hægt
er. Við stungusögun má einungis saga í mjúk efni
eins og við, gifs og þessháttar efni.
Slípað: Flatarslípun á köntum, hornum eða á flötum
sem erfitt er að komast að. Slípun á viði, málningu,
lakki og þessháttar með þar til gerðum sandpappír.
Vinnuleiðbeiningar: Tækið er sérstaklega hjálplegt
við að slípa fleti, horn og kanta sem erfitt er að
komast að. Þegar prófílar eða þessháttar eru slípaðir
er einnig hægt að slípa með einungis hluta af
slípifletinum. Mismunandi sandpappír er fáanlegur
fyrir það efni sem að slípa og hversu gróft slípa á í
efnið. Hversu gróft og mikið slípað er, er takmarkað
af grófleika og gerð sandpappírs, einnig af því
hversu fast tækinu er þrýst á flötinn.
Skafa: Gömul lökk og límefni fjarlægð
Notkunarleiðbeiningar: Haldið ístykki tækisins að
fletinum sem að skafa á. Byrjið með að vinna með
litlum halla við flötinn og haldið tækinu án mikils
þrýstings við flötin. Ef tækinu er þrýst of fast við
flötinn getur tækið skemmt hann (til dæmis við og
múr).
7. Skipt um rafmagnsleiðslu
Ef að rafmagnsleiðsla þessa tækis er skemmd, verður
að vera skipt um hana af framleiðanda, viðurkenndum
þjónustuaðila eða af fagmanni til þess að takmarka
hættu.
8. Hreinsun, viðhald og pöntun á
varahlutum
Áður en tækið er hreinsað skal taka það úr sambandi.
8.1 Hreinsun
Haldið öryggisbúnaði, loftopum og mótorhlífinni
eins rykfríum og lausum við óhreinindi og kostur
er. Þurrkið af tækinu með hreinum klút eða blásið
af því með þrýstilofti við lágan þrýsting.
IS
77