Anleitung_HHEK 22-40_SPK7:_
IS
Fallskurður (mynd 17)
Fallskurðurinn verður að vera að minnstakosti 50mm
ofan við lárétta skurð fleygskurðar. Fallskurður (B)
verður að vera samhliða lárétta skurði fleygskurðar.
Sagið fallskurðinn einungis það djúpt að smá flötur
verði eftir (fallflötur) (D) sem virkar eins og löm þegar
að tréð fellur. Fallflöturinn kemur í veg fyrir að tréð
snúið við fall og falli í ranga átt. Sagið fallflötinn.
Sagið ekki fallflötinn í sundur. Þegar sagaður er
fallskurður og sögin fer að nálgast fallflötin, ætti tréð
að byrja að falla. Ef ljóst verður að tréð fellur í ranga
átt (C) eða hallar í ranga átt og sögin festist í
skurðinum verður að hætta að saga og stinga
fleygum úr við, áli eða plastefnum í skurðinn til þess
að fella tréð í rétta átt.
Þegar að tréð byrjar að falla verður að taka sögina úr
skurðinum, slökkva á henni, leggja hana til hliðar og
yfirgefa hættusvæðið með flóttaleiðinni. Varist
fallandi greinar og farið varlega til þess að hrasa
ekki.
Greinar fjarlægðar (mynd 18)
Hér er talað um að aðskilja greinar af tré sem þegar
er búð að fella. Stórar greinar sem snúa niðurávið og
veita trjábolnum stuðning ætti að geyma þar til að
búið er að búta niður trjábolinn. Minni greinar eru
fjarlægðar eins og sýnt er á mynd 18 (A=skurðátt við
greinarskurð, B=haldið fjarri jörðinni! Greinar sem
styðja bolinn eru geymdar þar til að búið er að búta
bolinn niður) með skurði neðanfrá og uppávið með
einum skurð. Greinar sem eru undir álagi ætti að
saga neðanfrá til þess að koma í veg fyrir að sögin
festist í skurðinum.
Trjábolur bútaður niður (mynd 19)
Hér er átt við að saga trjábol sem þegar hefur verið
felldur niður í handhægari lengdir. Gangið úr skugga
um að stand notanda sé traust og líkamsþyngd sé
dreift jafnt niður á báðar fætur. Styðjið trjábolinn
með því að leggja greinar, bjálka eða fleyga undir
hann ef hægt er. Farið eftir auðveldum leiðbeiningum
um létta sögun.
Ef að öll lengd bolarins liggur jafnt á jörðinni eins og
sýnt er á mynd 19 er sagað að ofanverður, niðurávið.
Athugið að saga ekki ofaní jarðvegin.
Ef aðeins einn endi bolarins liggur á jörðinni eins og
sýnt er á mynd 20 er fyrst sagaður einn skurður að
neðanverðu að dýptinni 1/3 þvermáls bolarins (A) til
þess að koma í veg fyrir að bolurinn rifni. Næst er
sagað að ofanverðu (2/3 þvermáls bols) beint á móti
fyrsta skurðar (B) (til að koma í veg fyrir að sög
festist).
Ef aðeins báðir endar bolarins liggi á jörðinni eins og
sýnt er á mynd 21 er fyrst sagaður einn skurður að
124
27.06.2008
12:23 Uhr
Seite 124
ofanverður að dýptinni 1/3 af þvermáli bolarins til að
koma í veg fyrir að bolurinn rifni (A). Næst er sagað
að neðanverðu (2/3 af þvermáli bols) beint á móti
fyrsta skurði (B) (til að koma í veg fyrir að sög festist).
Standið ávallt ofan við trjábolinn ef sagað er í halla
eins og sýnt er á mynd 15.
Þegar að skurður nálgast að kljúfa bolinn verður að
minnka þrýstinginn á söginni til þess að halda góðri
stjórn á henni, þó ekki að losa svo mikið um hann að
hendur haldi henni ekki fastri. Passið að sagarkeðjan
snerti ekki jörðina.
Eftir að búið er að kljúfa bolinn verður að bíða eftir
að sögin staðnæmist alveg áður en að sögin er
fjarlægð. Slökkvið ávallt á mótornum á meðan að
sögin er flutt frá einu tré til annars.
6.3 Bakslag
Hér er átt við að sögin kastist uppávið eða niður á
meðan að hún er í notkun. Orsök bakslags er oftast
að endir sverðsins rekist í viðinn eða þegar að
sagarkeðjan festist í skurði.
Þegar að bakslag á sér stað verða til miklir kraftar.
Þess vegna hegðar sögin sér þá vanalega
óstjórnlega. Afleiðingar bakslags eru oft alvarleg slys
á notanda eða fólki sem nærri stendur.
Hætta á bakslagi er mest þar sem ekki er hægt að
notast við sagarklónna eins og þegar sagað er
langsum í té, á ská eða til hliðar. Forðist þess vegna
að saga þannig skurði og vinnið sérstaklega
gætilega ef nauðsinlegt er að saga þannig!
Mesta hættan á bakslagi myndast ef að skurður er
byrjaður á því að stinga sverðsoddinum í viðinn þar
sem að snúningskrafturinn er þar mestur (mynd 22).
Byrjið því ávallt skurð flatt og nálægt sagarklónni
(mynd 23).
Varúð!
Athugið að spenna keðjunnar sér rétt!
Notið einungis keðjusög sem er í fullkomnu
ásigkomulagi!
Notið aðeins þar til gerða sagarkeðju sem er
beitt og í góðu lagi!
Sagið aldrei hærra en í axlahæð!
Sagið ekki með efri hlið sagarinnar eða með oddi
hennar!
Haldið söginni ávallt fastri með báðum höndum!
Notið ávallt sagarklónna sem vendipunkt ef
mögulegt er
Spenntur viður sagaður
Fara verður sérstaklega gætilega þegar að sagað er í
við undir spennu! Þegar sagað er í spenntan við
getur spennan losnað skyndilega og losað um mikla
krafta.
Það getur orsakað allt að dauðaslysum (myndir 24-