IS
ÖRYGGISÁBENDINGAR FYRIR EIGANDA ÖRYGGISHJÁLMS
Hlustið eftir að hún smelli saman til að vera viss um að hún sé tryggilega lokuð.
Sjá mynd 8.
6
7
Ef það þarf að stytta hökubandið á að skilja eftir um fjögurra sentimetra enda
fyrir ofan spennuna. Til þess að endarnir rakni ekki upp á eftir þarf einhver
fullorðinn að hita þá gætilega með eldspýtu. Við það verður að gæta varúðar
vegna þess að bæði hjálmurinn og höfuðbandið eru eldfim. Einnig þarf að forðast
snertingu við bráðið nælon.
9
AÐVÖRUN
Ef hjálmurinn hefur orðið fyrir höggi eða árekstri ætti ekki að nota hann aftur.
Hjálmurinn er þannig hannaður að skelin og fóðrið deyfa högg eða árekstur með
því að gefa eftir en eftir það er virkni hjálmsins minni. Við það geta orðið ósýni-
legar skemmdir á hjálminum sem þó gera það að verkum að hann veitir
eftir það ófullnægjandi vörn gegn höfuðmeiðslum. Ef hjálmurinn verður
fyrir höggi eða við árekstur ætti þess vegna að farga honum og kaupa
nýjan jafnvel þótt engin skemmd sé sjáanleg.
AÐVÖRUN
Hjálmurinn getur skemmst af völdum ýmissa algengra efna (t.d. vissra leysiefna
[ammoníaks], hreinsiefna [bleikiefna], olíuvara eða slípi- og hreinsiefna) og einn-
ig þessar skemmdir geta verið ósýnilegar. Ekki ætti að nota hjálminn ef hann
hefur komist í snertingu við slík efni.
AÐVÖRUN
• Athugið hjálminn reglulega og gangið úr skugga um að engin merki um
skemmdir sjáist.
24
8
Þræðið hökubandið gegnum spennuna eins og
skýrt er hér að neðan og notið „O-hringinn" til að
halda niðri lausa endanum. Sjá mynd 9.
• Hjálminn ætti hvorki að mála né skreyta með límmiðum því það getur valdið
skemmdum á honum.
• Hvorki má breyta formi hjálmsins né nota hann á annan hátt en til er ætlast.
• Hjálmurinn má ekki komast í snertingu við meiri hita en 60° C (140° F).
Geymið hann ekki fyrir innan gler, t.d. í bíl (brenniglerhætta), eða nærri
hiturum og þess háttar.
• Þessi hjálmur hefur takmarkað geymsluþol og hann ætti að endurnýja þegar
á honum sjást slitmerki, þó í síðasta lagi innan þriggja ára frá framleiðslu-
degi.
• Hjálminn, fóðurpúðana að innan og höfuðbandið má hreinsa með mjúkum klút
vættum í volgu vatni með mildu og leysiefnafríu hreinsiefni.
• Notið eingöngu upprunalega varahluti til að gera við hjálminn.
Þessi hjálmur er vottaður í samræmi við einn eða fleiri af eftirfarandi
stöðlum:
89/686/EBE – tilskipun um samræmingu laga aðildarríkjanna um persónuhlífar
ÍST EN 1078+A1:02/2013 – Evrópustaðal fyrir hjálma fyrir hjólreiðafólk og
notendur hjólabretta og línuskauta. Prófunaraðili: C.R.I.T.T. Sport - Loisirs
Notified Body No.: 0501
C.P.S.C. 16 CFR Part 1203 United States Federal Safety Standard for Bicycle
Helmets (Consumer Product Safety Commission)
AS/NZS 2063:2008+A1:2009 - Tested under BSI Benchmark License ID # 572239
CERTIFIED
PRODUCT
AS/NZS
2063:2008+A1:2009
BMP 572239
EN 1078+A1:02/2013
EINS ÁRS ÁBYRGÐ
Eftirfarandi upplýsingar gilda eingöngu um hjálma sem keyptir eru
í Bandaríkjunum. IKEA ábyrgist gagnvart upprunalegum kaupanda
þessa hjálms endingu hvað varðar efni og frágang í eitt ár frá upprunaleg-
um kaupdegi miðað við venjulega notkun og eðlilegt viðhald hjálmsins.
Ábyrgðin gildir ekki um galla eða skemmdir af völdum misbeitingar,
vanrækslu, rangra viðgerða, rangrar stærðar eða stillinga, breytinga á
hjálminum eða annars konar notkunar en framleiðandi ætlaðist til. Ef
innan eins árs frá upprunalegum kaupdegi koma í ljós gallar í efni eða
frágangi IKEA hjálmsins má IKEA birgir viðkomandi lands, eftir að hann
hefur metið ástand hjálmsins, annaðhvort gera við hjálminn eða af-
henda kaupanda annan í hans stað honum að kostnaðarlausu. Þú þarft
ekki annað en að fara með hjálminn til söluaðila hans ásamt sölunótu
og bréfi með lýsingu á ástæðum þess að hjálminum er skilað. IKEA
tekur ekki ábyrgð á hjálmi sem skemmist vegna hita eða snertingar við
leysiefni. Þessi ábyrgð kemur í stað allra annarra samninga og ábyrgða,
almennra eða sértækra, beinna eða óbeinna, og enginn einstaklingur
eða sölufulltrúi hefur umboð til að gefa í skyn ábyrgð fyrir hönd IKEA í
tengslum við sölu eða notkun þessarar vöru. Þessi ábyrgð hefur engin
áhrif á almennan rétt þinn samkvæmt lögum.
25