Önnur ráð
Vatn í dropabakkanum
Ef of mikið vatn er í flöskunni mun umframvatnið
fara yfir í dropabakkann. Það er ekki rangt en
til að koma í veg fyrir þetta skal aðeins fylla
flöskuna upp að vatnslínunni. Notið hreina
borðtusku til að tæma dropabakkann.
IS
Þrífið flöskuna
Flaskan þolir þvott í uppþvottavél en við
mælum með að vaska hana upp í höndunum
til að viðhalda útliti hennar. Fyrir fyrstu notkun
skal þvo flöskuna með volgu vatni og mildu
hreinsiefni.
Þrífið sódavatnstækið
Til að lengja útlit og afköst sódavatnstækisins
skal nota klútinn, sem fylgir með, eða hreinan
örtrefjaklút til að þrífa sódavatnstækið.
Við mælum með mjúkri tusku og hreinu vatni
fyrir sódavatnstæki með möttu yfirborði.
Við mælum með örtrefjaklúti vættum með
hreinu vatni og mildri sápu, ef þörf krefur,
fyrir sódavatnstæki úr ryðfríu stáli. Forðist
sterk og sverfandi hreinsiefni, þetta á við öll
sódavatnstæki.
Forðist gerla og lykt með því að halda flöskunni
hreinni og geyma hana án tappans.
Notið kalt vatn
Fyrir skilvirkari notkun á CO2 mælum við með
því að kolsýra vatn sem kælt hefur verið í ísskáp
Verjið borðplötuna
Við sumar aðstæður getur þéttivatn myndast í
CO2 hylkinu. Þurrkið reglulega af borðplötunni
undir Carbonator Pro til að verja yfirborð
hennar.
Endurvinnsla
Sódavatnstækið og fylgihlutar þess eru
hannaðir og framleiddir úr vönduðum efnum
og íhlutum sem hægt er að endurvinna og
endurnota. Flokkið og endurvinnið hlutana
samkvæmt staðbundnum reglum.
Viðurkennd kolsýruhylki
Nota má sódavatnstækið með stöðluðum
kolsýruhylkjum sem nota má með
sódavatnstækjum frá öllum helstu
framleiðendum. Það getur verið að önnur
kolsýruhylki virðist virka en þau geta skemmt
vélina eða valdið öryggishættu. Gangið úr
skugga um að nota kolsýruhylki af eftirfarandi
stærð og þyngd:
CO2 kolsýruhylki
Þyngd
100
Ø
60 mm
425 g