Bugaboo Nuna meet your turtle air Manual De Instrucciones página 180

Idiomas disponibles
  • ES

Idiomas disponibles

  • ESPAÑOL, página 62
3
Settu bílstólinn í það sæti bifreiðarinnar sem þú
vilt hafa hann. Togaðu öryggisbeltið út og smelltu
því í beltissylgjuna og renndu mjaðmabeltinu í
hliðarbrautirnar sem eru á bílstólnum. (43)
Ekki er hægt að nota bílstólinn ef sylgjan
(kvenkyns endinn) er of langur til að festa
bílstólinn tryggilega. (43)-1
4
Renndu axlabeltinu í aftari brautina. (44)
5
Togaðu í axlabeltið til að festa bílstólinn þétt og
örugglega. (45)
6
Lárétta línan á bílstólnum verður að vera samhliða
jörðinni þegar bílstóllinn er settur upp. (46)
Strekktu öryggisbeltið eins mikið og hægt er og
gættu þess að það sé ekki laust eða snúið upp á
það.
Eftir að bílstóllinn hefur verið settur upp skal ávallt
ganga úr skugga um að öryggisbeltin séu rétt fest
við stólinn og tryggilega fest í beltissylgjunni. (47)
Uppsetning í flugvél
Hafðu í huga að ekki er hægt að tryggja öryggi
barnsins ef ekki er farið eftir leiðbeiningum.
Athugaðu að uppsetning bílstólsins í flugvél er annars
konar en uppsetning í bílsæti.
Athugaðu að festing með 2-punkta mjaðmabelti er
eingöngu leyfð í flugvél.
114
BGB Turtle Air EMEA Book A6 IMG-0119F-2.indb 114-115
BGB Turtle Air EMEA Book A6 IMG-0119F-2.indb 114-115
Athugaðu að bílstóllinn verður að vera festur með
öryggisbelti í sæti flugvélarinnar jafnvel þegar hann er
tómur.
Athugaðu að bílstóllinn er eingöngu ætlaður til
notkunar í farþegasæti sem flugfélagið leyfir.
Ekki má nota bílstólinn á svæði þar sem loftpúðar
gætu blásið út. (2)
Athugaðu að bakvísandi bílstól skal eingöngu setja
upp í farþegasætum sem snúa áfram. (48))
Hvernig á að setja upp bílstólinn með öryggisbeltinu í
flugvélinni:
1
Settu bílstólinn í farþegasætið í bakvísandi stefnu
frá flugáttinni.
2
Gakktu úr skugga um að handfangið sé í efstu
stöðu.
3
Settu öryggisbeltið í báðar beltabrautirnar.
4
Læstu öryggisbeltinu (sjá öryggisleiðbeiningarnar
frá flugfélaginu).
5
Hertu öryggisbeltið með því að toga í ólarendann.
(49)
Sylgja öryggisbeltisins má aldrei liggja í
dökkgrænu beltisbrautunum. (50)
Brottnám: Losaðu öryggisbeltið í farþegasætinu (sjá
öryggisleiðbeiningarnar frá flugfélaginu). Nú getur þú tekið
bílstólinn úr farþegasætinu.
115
24-08-2020 11:04
24-08-2020 11:04
loading