BESAFE iZi Go Modular Manual Del Usuario página 74

Tabla de contenido
Idiomas disponibles
  • ES

Idiomas disponibles

  • ESPAÑOL, página 23
152
Þakka þér fyrir að velja BeSafe iZi Go Modular
! Það er mikilvægt að þú lesir þessa notendahandbók ÁÐUR en þú
festir stólinn. Röng uppsetning getur stofnað barni þínu í hættu.
! Mikilvægar upplýsingar
• Það er EKKI LEYFILEGT að setja stólinn í framsæti MEÐ
VIRKUM ÖRYGGISPÚÐA.
• iZi Go Modular er hægt að festa bakvísandi í iZi Modular
i-Size stólastöð eða festa bakvísandi í 3-punkta bílbelti, í samræmi
við UN/ECE reglu nr. 16 eða samkvæmt öðrum sambærilegum
stöðlum.
• iZi Go Modular skal nota bakvísandi fyrir börn frá 40 til 75 cm hæð
að hámarksþyngd 13 kg.
• Öryggisbeltin verða alltaf að vera læst þegar barnið er í stólnum.
• Strekkja verður á öryggisbeltunum til að taka af slaka og gæta þess
að þau séu ekki snúin.
• Axlarpúðarnir eru með seglum sem geta haft áhrif á rafeindabúnað
eins og gangráð.
• Verjið barnið fyrir sól.
• Fjarlægið barnapúðann, einnig hvíta fleyginn, þegar barnið er stærra
en 60 cm eða eldra en 4 mánaða.
• Hægt er að fjarlægja hvíta fleyginn á botni barnapúðans þegar
barnið þarf að fá meira pláss undir sylgju öryggisbeltisins.
• Fjarlægið smækkara í höfuðrými báðum megin á höfuðpúða þegar
barnið er eldra en þriggja mánaða eða ef höfuðið passar ekki lengur
eða barnið er orðið hærra en 60 sm.
• Eftir bílsslys verður að skipta um stól þó svo að hann virðist
óskemmdur því við annað slys er ekki víst að stóllinn verndi barn þitt
eins og hann á að gera.
• Gætið þess að setja ekki farangur ofan á stólinn, skella hurðum á
hann eða gera nokkuð annað sem getur skemmt hann.
• Gangið úr skugga um ekki sé unnt að setja fleiri en einn fingur milli
beltisins og barnsins (1cm).
• EKKI reyna að taka stólinn í sundur, breyta eða bæta hlutum við
hann. Ábyrgðin gildir ekki ef annað en upprunalegir hlutir eru
notaðir eða einhver aukabúnaður.
• Aldrei skilja barnið eftir eftirlitslaust í stólnum.
• Gangið úr skugga um að farþegar viti hvernig losa á barnið úr
stólnum í neyðartilfellum.
• Festið töskur og aðra lausamuni vel því laus farangur getur slasað
bæði börn og fullorðna illa.
• Aldrei nota bílstól án áklæðis. Það er til öryggis og má aðeins
endurnýja með upprunalegu BeSafe áklæði.
• Ekki nota sterkar hreinsivörur; þær geta dregið úr styrk stólsins.
• BeSafe mælir með að notaðir barnabílstólar séu hvorki keyptir né
seldir.
• GEYMDU þessa handbók til síðari nota.
• EKKI nota stólinn lengur en 7 ár því efnið í honum breytist með
aldrinum.
! Aðvörun (EN 12790-2009): Að
nota sætið sem svefnvöggu
! ATHUGIÐ: varðveitið til upplýsingar síðar
• Skiljið barnið aldrei eftir eftirlitslaust í stólnum.
• Notið stólinn aldrei sem svefnvöggu ef barnið getur
setið hjálparlaust.
• Stólinn á ekki að nota sem svefnstað til lengri tíma.
• Það er hættulegt að nota stólinn uppi á borði og slíkum stöðum.
• Notið alltaf belti stólsins.
• Stóllinn kemur ekki stað vöggu eða rúms. Ef barnið þarf svefn skal
leggja það til viðeigandi hvílu.
• Notið ekki stólinn ef hann hefur skemmst eða einhverjir hlutar
hans týnst.
• Aðeins má nota varahluti eða búnað í stólinn sem framleiðandi
viðurkennir.
• Ef þú ert í vafa, hafðu þá samband við starfsmenn barnabílstóla
hjá VÍS.
153
Tabla de contenido
loading

Tabla de contenido