Rothenberger Industrial 030900 Instrucciones De Uso página 50

Tabla de contenido
Idiomas disponibles
  • ES

Idiomas disponibles

  • ESPAÑOL, página 30
030900_Anleitung_26 Sprachen:PRINT
INNGANGUR
Mikilvægt: Lesið þessar notkunarleiðbeiningar vandlega til þess að fá allar upplýsingar um tækið
áður en þið festið gasílátið við. Geymið leiðbeiningarnar til þess að geta lesið þær aftur.
ÖRYGGISLEIÐBEININGAR
Ráðstafanir áður en glasflaskan er fest við
- Notið einungis ílát/brennarahluta sem lýst er.
- Notkun íláta/brennarahluta, sem ekki er mælt með, getur verið hættuleg.
- Notið einungis varahluti sem ætlast er til að séu notaðir.
- Festið aldrei glerflösku við án þess að lesa meðfylgjandi leiðbeiningar.
- Áður en þið festið gasílátið við skuluð þið ganga úr skugga um að þéttingin (á milli þrýstistillis og gasílátsins)
sé til staðar og í lagi.
- Notið ekki tæki sem er með skemmdum eða slitnum þéttingum. Notið ekki tæki sem er með leka eða skemmt
eða virkar ekki samkvæmt fyrirmælum.
- Gangið úr skugga um að slangan sé ekki skemmd.
- Aldrei má taka tæki með skemmdan hluta í notkun.
- Skiptið um eða festið glasflöskuna á vel loftræstu svæði, helst úti við og í fjarlægð frá öllum hugsanlegum
kveikjugjöfum, s.s. opnum eldi, logum, rafmagnseldunarbúnaði og í fjarlægð frá öðrum einstaklingum.
- Lokið stillinum á handfanginu áður en gasflaska er fest við.
- Gangið úr skugga um að öll samskeyti séu þétt og gætið þess að gasþétt tenging sé til staðar áður en
kveikt er á brennaranum.
- Ekki má reykja þegar gasflaskan er fest við. Farið eftir leiðbeiningum fyrir skiptingu íláts Samsetninguna
skal alltaf hefja með því að koma gasílátinu fyrir.
- Gætið þess að gasflaskan hitni ekki eða slöngurnar brennist. Skiptið um viðbótarbúnað ef þörf er á
Notkunaraðstæður
- Komið tækinu þannig fyrir að það geti ekki fallið til hliðar eða niður.
- Til að koma í veg fyrir vökvaleka skal einungis nota gasflöskuna í lóðréttri stöðu.
- Tækið má ekki nota neðanjarðar.
- Tækið má ekki vera nálægt hitagjöfum (miðstöð, ofni, opnum eldi o.s.frv.).
- Notið einungis í vel loftræstum rýmum, og fara skal eftir reglum viðkomandi lands:
- varðandi meðhöndlun brunalofts
- til að forðast samansöfnun hættulegs magns af óbrenndu gasi
- Tækið má einungis nota í mikilli fjarlægð frá eldfimum efnum eða feitum efnum.
- Notið hlífðarfatnað sem er laus við fitu.
- Gætið þess að anda ekki að ykkur gufum. Við lóðunarvinnu á að nota sogbúnað.
- Við lóðunarvinnu á alltaf að nota hlífðargleraugu.
- Þegar hlé er gert á vinnunni skal alltaf loka brennarahlutanum.
- Meðan á notkun stendur skal ekki skilja tækið eftir eftirlitslaust; ef loginn er slökktur getur myndast gas en
það getur haft í för með sér hættu.
- Tækið verður alltaf að vera í fjarlægð frá börnum og þess skal gætt að þau hafi ekki aðgang að því.
- Þegar ný gasflaska er notuð og tækið er kalt getur myndast óstöðugur logi sem slokknar eftir stutta stund.
- Eftir notkun tækisins, einnig ef um stutta notkun er að ræða, má ekki snerta brennarann til að koma í veg
fyrir bruna.
VARÚÐ! Aðgengilegir hlutir geta verið mjög heitir. Haldið börnum í fjarlægð frá tækinu. Þegar farið
er frá tækinu skal alltaf loka flöskulokanum og verja tækið gegn óleyfilegri notkun.
Aðgerðir ef um leka er að ræða
Ef gas losnar frá tækinu (gaslykt eða loftbólur myndast við þéttniprófun) skuluð þið strax loka flöskulokanum
og fara út með tækið á stað þar sem mikil hreyfing er á loftinu og engir kveikjugafar eru nálægt, þar sem hægt
er að finna lekann og fjarlægja hann. Þéttniprófun á tækinu skal einungis framkvæma utandyra. Notið aldrei
loga til að finna leka heldur notið úða til að finna leka eða sápulöður! Fylgist með tækinu alveg þangað til allt
gas er horfið.
ÚTSKÝRING Á TÁKNUM
= Viðvörun heitt
19.10.2016
10:21 Uhr
= Notið
hlífðargleraugu
50
Seite 50
= Lesið
notkunarleiðbeiningar
Tabla de contenido
loading

Tabla de contenido