Hallde CC-34 Instrucciones De Uso página 29

Ocultar thumbs Ver también para CC-34:
Idiomas disponibles
  • ES

Idiomas disponibles

  • ESPAÑOL, página 16
frárásarop vélarhússins (F8) (mynd H1).
Snúið lokinu réttsælis þangað til það stöðvast (H2).
Vörumagn, vörustærð og
meðhöndlunartími í skálinni (F5)
Vörumagnið og stærð bita sem hægt er að
meðhöndla í einu og meðhöndlunartími fer eftir
þéttleika hráefnisins og því hvaða árangurs er
vænst.
Til að ná fram jöfnum og góðum árangri er rétt að
skipta föstu hráefni eins og kjöti og osti fyrst niður í
nokkurn veginn jafnstóra bita, ekki stærri en u.þ.b.
3x3x3 cm.
Í eftirfarandi töflu er gefið upp hámark þess sem
rétt er að meðhöndla í einni umferð:
Kjöt: 1 kg. Fiskur: 1 kg. Kryddsmjör: 1 kg.
Majonnes: 1 kg. Steinselja: 1 lítri.
Notkun hraðastillis (A15/F7)
Við teningaskurð og sneiðingu á viðkvæmri vöru
eins og tómötum o.s.frv. er mælt með hraðastillingu
"I" fyrir sérlega hæga/varlega meðhöndlun og
besta árangur.
Þegar hraðastillir (A15/F7) er í stöðu "0" er slökkt
á vélinni. Í stöðu "I" gengur vélin samfellt í
hægagangi og í stöðu "II" samfellt og mjög hratt. Í
stöðu "P" (púls) gengur vélin þangað til hraðastilli
er sleppt.
Hreinsun.
Hreinsið alltaf vélina vandlega þegar eftir notkun.
Slökkvið fyrst á vélinni með því að færa
hraðastillinn (A15/F7) á "0" og takið síðan vélina
úr sambandi eða lokið fyrir straumrofann.
Ef þið hafið notað teningagrind (A10), látið hana
vera kyrra í vélinni og ýtið fyrst með bursta út
teningum sem sitja fastir áður en teningagrindin er
fjarlægð.
Fjarlægið alla lausa hluta úr vélarhúsinu (A16) og
þéttihringinn úr sporinu innan á lokinu (mynd K),
þvoið þá og þurrkið vandlega og setjið síðan
þéttihringinn aftur á sinn stað.
Skolið vélarhúsið ofan frá (aldrei frá hlið) og/eða
þurrkið af vélarhúsinu með rökum klút.
Skurðarverkfæri úr plasti má þvo í uppþvottavél,
en óráðlegt er að þvo skurðarverkfæri úr
léttmálmi í uppþvottavél þar sem hætta er á að
málmurinn tærist/verði svartur vegna hins háa
sýrustigs uppþvottaefnisins.
Notið aldrei oddhvassa hluti, rispandi
uppþvottaefni, rispandi þvottasvampa né
háþrýstisprautu.
Skiljið aldrei hnífinn (F4) né skurðarverkfærin (A6-
A12) eftir blaut né á ryðfríum bekk þegar þau eru
ekki í notkun, heldur þurrkið þau vel og geymið
þau alltaf á verkfærahengi (E) uppi á vegg.
Vikulegt eftirlit.
Fjarlægið fyrst matarann (A5) og annaðhvort
skurðarverkfæri (A6-A12) og frárásarskífu (A13)
eða fjarlægið lokið (F2), hnífinn (F4) og skálina
(F5).
Snúið hraðastilli (A15/F7) í stöðu "I" og gangið úr
skugga um að vélin fari þá ekki í gang.
Festið matarann (A5), snúið hraðastilli í stöðu "I" og
gangið síðan úr skugga um að vélin stöðvist þegar
matarahandfang (A3) er lyft og fari aftur í gang
þegar handfangið er fellt niður.
Snúið hraðastilli í stöðu "I", lyftið upp
matarahandfangi og gangið úr skugga um að
öxullinn (A14) hætti að snúast innan 4 sekúndna.
Festið skálina (F5) og lokið (F2), snúið síðan
hraðastilli í stöðu "I" og gangið úr skugga um að
öxullinn (F6) hætti að snúast innan 4 sekúndna eftir
að lokið hefur verið losað rangsælis þangað til
það stöðvast.
Takið vélina úr sambandi eða lokið fyrir
straumrofann og gangið síðan úr skugga um að
raflínan sé heil og ósprungin.
Ef raflínan er ekki heil eða það eru sprungur í
henni eða ef misbrestur kemur í ljós í fyrrnefndum
prófunum verður að kalla til viðgerðarmann áður
en vélin er tekin í notkun.
Gangið úr skugga um að gúmmíundirstöður
vélarhússins séu vel festar.
Gangið úr skugga um að hnífar og rifjárn séu heil
og bíti vel.
Bilanaleit
Til að minnka hættu á alvarlegum bilunum hefur
CC-34 sjálfvirkan straumrofsbúnað sem slekkur á
vélinni ef vélarhitinn verður of hár. Þessi búnaður
felur í sér að aftur má gangsetja vélina þegar
hitinn er kominn í samt lag, sem tekur yfirleitt frá
10 upp í 30 mínútur.
BILUN: Vélin fer ekki í gang eða hættir vinnslu og
ekki er hægt að gangsetja hana aftur.
VIÐBRÖGÐ: Gangið úr skugga um að vélin sé
tengd eða að straumrofinn sé í stöðu "I". Gangið
úr skugga um að bræðivör í töfluskáp séu heil og
ampertala þeirra sé rétt. Gangið úr skugga um að
matarinn (A5) sér rétt settur á og að
matarahandfang (A3) sé fellt niður. Gangið úr
skugga um að skálin (F5) og lokið (F2) séu rétt
fest. Bíðið upp undir 30 mínútur og reynið þá að
gangsetja vélina á ný. Kallið til viðgerðarmann.
BILUN: Léleg vinnuafköst eða vinnuárangur við
notkun matarans (A5). VIÐBRÖGÐ: Veljið rétt
skurðarverkfæri eða samsetningu
skurðarverkfæra (A6-A12). Notið alltaf
frárásarskífuna (A1 3). Gangið úr skugga um að
hnífar og rifjárn séu heil og bíti vel. Þrýstið hráefninu
lausara niður.
BILUN: Léleg vinnuafköst eða vinnuárangur við
notkun skálarinnar (F5). VIÐBRÖGÐ: Skiptið
hráefninu í minni og jafnstóra bita, hámarksstærð
3x3x3 cm. Keyrið vélina styttri eða lengri tíma.
Meðhöndlið minna magn í einu. Hafið alltaf
sköfuútbúnaðinn (F1/F3) áfestan og notið hann
eftir þörfum.
BILUN: Ekki er hægt að losa skurðarverkfæri við
notkun matarans (A5). VIÐBRÖGÐ: Notið alltaf
frárásarskífu (F1 3). Setjið upp þykkan skinnhanska
eða annað sem hnífar skurðarverkfæra skera ekki
sundur, snúið skurðarverkfærunum rangsælis og
losið þau.
Upplýsingar: Hällde CC-34
Upplýsingar: Hällde CC-34
Upplýsingar: Hällde CC-34
Upplýsingar: Hällde CC-34
Upplýsingar: Hällde CC-34
MISMUNANDI MEÐHÖNDLUN: Sneiðir, sker í
teninga, strimlar og/eða rífur ávexti, grænmeti,
þurrt brauð, ost, hnetur, sveppi. Hakkar og hlutar
sundur kjöt, fisk, grænmeti, hnetur. Blandar/þeytir
sósur, kryddsmjör, majonnes, súpur, kryddlög,
jafning, ábætisrétti o.s.frv.
NOTENDUR: Veitingahús, verslanaeldhús,
sérfæðueldhús, dagheimili, þjónustuheimili,
veislueldhús o.s.frv. sem útbúa mat fyrir frá 10 til
80 manns á dag.
VINNSLUGETA OG RÚMTAK: Meðhöndlar allt
upp í 2 kg á mínútu með mataranum allt eftir vali á
skurðarverkfærum og hráefni. Rúmtak matarans:
0,9 lítrar. Þvermál matarapípu: 53 mm.
Brúttórúmtak skálar: 3 lítrar. Nettórúmtak skálar í
léttfljótandi vökva: 1,5 lítrar.
VÉLARHÚS: Vél: 1000W. 100-120 V, 1-fasa, 50-
60 Hz, 220-240 V, 1-fasa, 50/60 Hz. Hitastýrð
hreyfilvörn. Hraðaskipting: tannhjólsreim.
Öryggiskerfi: tveir öryggisrofar. Varnarflokkur:
IP34. Veggtenging: jarðtengd, 1-fasa, 10A.
Bræðivör í töfluskáp á staðnum: 10A, treg.
Hljóðstyrkur: LpA (EN31201): 76 dBA við skurð
og 82 dBA við hökkun. Segulsvið: minna en 0,1
mikrotesla.
STILLING OG HRAÐI: Fjórar hraðastillingar
(HÄLLDE 4-SPEED) til fullkomins árangurs bæði við
skurð og hökkun. Sjálfvirk hraðastilling (HÄLLDE
AUTO-SPEED) sem finnur hvort matarinn eða
skálin er áfest og gefur u.þ.b. 550 snún/mín í
stöðu "I" á hraðastilli og um 850 snún/mín í stöðu
"II"; við hökkun í skálinni gefur hún um 1450 snún/
mín í stöðu "I" og um 2500 snún/mín í stöðu "II".
Staða "P" gefur skurð upp á 850 snún/mín og
hökkun í skálinni með 2500 snún/mín.
SKURÐARVERKFÆRI OG HÖKKUNARHNÍFUR:
Þvermál skurðarverkfæra: 185 mm. Þvermál hnífs:
170 mm.
EFNI: Vélarhús úr áli. Grænmetisskurðarbúnaður
með matara úr polykarbonat, frárásarskífu úr
acetal, skurðarverkfæri úr sterku acetal, poly-
sulfon, polyuretan eða áli, hnífar skurðarverkfæra
úr hnífastáli af hæsta gæðaflokki.
Fljóthökkunarbúnaður með skál úr ryðfríu stáli,
hníffestu úr acetal, hnífsblaði úr hnífastáli af hæsta
gæðaflokki, loki úr polykarbonat, sköfubúnaði úr
polysulfon.
NETTÓÞYNGD: Vélarhús: 8,6 kg.
Grænmetisskurðarbúnaður í heild án
skurðarverkfæra: 1 kg. Skurðarskífur að meðaltali
um 0,4 kg. Hökkunarbúnaður í heild að hníf
meðtöldum: 1,4 kg.
STAÐLAR: EU Vélartilskipun 89/392/EEC og
EMC-tilskipun 89/336/EEC
loading