ÍSLENSKA
14
MIKILVÆGT
AÐ GEYMA TIL
AÐ LEITA TIL
SÍÐAR: LESIÐ
VEL
Þessi vara hefur verið prófuð fyrir
notkun á heimilinu.
Þetta húsgagn hefur verið meðhöndlað
með vatnsmálningu og svo lengi sem
málningin er fersk, nægir að þrífa húsgögnin
reglulega. Besta leiðin til að lengja líftíma
útihúsgagnanna er að þrífa þau reglulega
og láta þau ekki standa að óþörfu óvarin
úti. Verndið húsgögnin með ábreiðu þegar
þau eru ekki í notkun og geymið þau undir
þaki ef mögulegt er, sérstaklega þegar á að
geyma þau í lengri tíma.
UMHIRÐULEIÐBEININGAR
Þrif: Regluleg þrif, nokkrum sinnum á sumri,
auka endingu húsgagnanna. Þrífið með vatni
og mildri sápu. Þurrkið svo með hreinum og
þurrum klút.
Viðhald: Málað yfirborðið endist betur ef
húsgögnunum er haldið hreinum og þurrum.
Ef málningin byrjar að flagna eða eyðast
getur þú málað húsgögnin upp á nýtt eða
blettað þar sem þörf krefur. Tíðni viðhalds
veltur á hve mikið húsgögnin standa óvarin
gegn vindi og veðrum.