Anleitung PRO_ST_85_K_SPK7:_
Athugið!
Við notkun tækja þarf að gera ákveðnar
öryggisráðstafanir til að fyrirbyggja slys á fólki. Lesið
þessar notkunarleiðbeiningar því vandlega.
Geymið öryggisleiðbeiningarnar vel þannig að alltaf
sé greiður aðgangur að þeim. Ef tækið er lánað skal
sjá til þess að lántaki fái öryggisleiðbeiningarnar í
hendur.
Engin ábyrgð er tekin á slysum eða tjóni sem orsakast
af því að ekki er farið eftir þessum leiðbeiningum og
öryggisupplýsingum.
1. Öryggisatriði
Viðkomandi öryggisupplýsingar er að finna í
meðfylgjandi bæklingi.
Varúð: Leysigeisli
Horfið ekki í geislann
Áhættuflokkur geisla: 2
Hlífið ykkur og umhverfi ykkar fyrir slysum með
réttum varúðarráðstöfum.
Horfið ekki með berum augum í leysigeislann.
Horfið aldrei beint upp í geislann.
Beinið ekki leysigeislanum á endurkastandi fleti,
fólk eða dýr. Leysigeisli með lágri orku getur
einnig skaðað augu.
Varúð – ef ekki er farið eins að og hér er lýst getur
það orsakað hættulega opinberun fyrir geislum.
Opnið aldrei leysigeislabúnað tækisins.
30.03.2009
13:49 Uhr
Seite 71
2. Tækislýsing (mynd 1)
1. Höfuðrofi fyrir leysigeisla.
2. Stilling snúningshraða
3. Höfuðrofalæsing
4. Höfuðrofi
5. Rafmagnsleiðsla
6. Sexkantur
7. Tenging fyrir ryksugu
8. Festing fyrir sagarblöð
9. Stillanlegur sagargrunnflötur
10. Pendúlstilling
11. Gráðukvarði fyrir sagargrunnflöt
12. Stýrihjól
13. Langsum-sagarstýring
14. Festiskrúfur fyrir langsum-sagarstýringu
15. Sagarblað
16. Festing sagarblaðs
17. Sagarblaðshlíf
18. Leysigeisli
19. Skrúfa fyrir sagargrunnflöt
3. Notkun samkvæmt tilætlun
Stingsögin er ætluð til þess að saga við, málm, járn
og gerviefni með þar til gerðu sagarblaði.
Tækið má einungis nota eins og lýst er í
notandaleiðbeinungunum. Öll önnur notkun er ekki
leyfileg. Fyrir allan skaða, slys eða þessháttar sem
hlýst getur af þessháttar notkun er notandi / eigandi
ábyrgur fyrir en ekki framleiðandi tækisins.
Athugið, að verkfæri okkar eru ekki til þess ætluð að
nota þau á verkstæðum í iðnaði, á verkstæðum
handverks og þau eru ekki byggð fyrir slíka notkun.
Við tökum enga ábyrgð ef verkfærið er notað á
verkstæðum og í iðnaði eða svipuðum fyrirtækjum.
IS
71