is
VARÚÐ
Notið ÁVALLT hlífðarhanska og augnhlífar þegar skipt er um rafhlöðu eða unnið
er nálægt rafhlöðuhólfinu.
VARÚÐ
Gerið eftirfarandi til að draga úr ELDHÆTTU eða hættu á MEIÐSLUM. Aftengið
ALLT rafmagn og rafhlöðuna ÁÐUR en unnið er við viðhald eða viðgerðir AF
NOKKRU TAGI. Notið EINGÖNGU LiftMaster 485EU-rafhlöður. Rafhlöðunni MÁ EKKI farga með
brennslu. Rafhlaðan getur sprungið. Fargið henni samkvæmt gildandi reglum.
AUKARAFHLÖÐU KOMIÐ FYRIR
Þegar keyrt er á aukarafhlöðu er slökkt á MyQ-stjórnun úr farsíma og þráðlausum MyQ-tækjum. Þegar
keyrt er á aukarafhlöðu fer sjálfvirka bílskúrshurðalæsingin úr lás þegar bílskúrshurðin er opnuð og
verður áfram óvirk þar til rafmagn kemst aftur á.
1. Takið bílskúrshurðaopnarann úr sambandi.
2. Notið skrúfjárn til að fjarlægja rafhlöðuhlífina á bílskúrshurðaopnaranum.
3. Setjið rafhlöðuna að hálfu leyti í rafhlöðuhólfið og látið rafskautin snúa út.
4. Tengið rauðu (+) og svörtu (-) vírana úr bílskúrshurðaopnaranum í samsvarandi rafskaut á
rafhlöðunni.
5. Setjið rafgeymishlífina aftur á sinn stað.
6. Stingið bílskúrshurðaopnaranum í samband.
LED-LJÓS FYRIR HLEÐSLUSTÖÐU RAFHLÖÐU
GRÆNT LED-LJÓS:
Öll kerfi starfa á eðlilegan hátt.
•
Þegar rafhlaðan er fullhlaðin logar LED-ljósið í grænum lit.
•
Þegar verið er að hlaða rafhlöðuna blikkar LED-ljósið í grænum lit.
APPELSÍNUGULT LED-LJÓS:
Bílskúrshurðaropnarinn er rafmagnslaus og keyrir á aukarafhlöðunni.
•
Þegar appelsínugult LED-ljós logar stöðugt og einnig heyrist hljóðmerki á u.þ.b. 2 sekúndna fresti
merkir slíkt að bílskúrshurðaopnarinn keyrir á rafhlöðu.
•
Appelsínugult LED-ljós sem blikkar ásamt hljóðmerki sem heyrist á 30 sekúndna fresti merkir að
rafhlaðan er að tæmast.
RAUTT LJÓS:
Þörf er á að skipta um 12V rafhlöðuna í bílskúrshurðaopnaranum.
•
Þegar rautt LED-ljós logar ásamt hljóðmerki sem heyrist á 30 sekúndna fresti hefur 12V rafhlaðan
tæmst og þörf er á að skipta um hana. Skiptið um aukarafhlöðuna til að sá eiginleiki verði áfram
til staðar.
ATHUGIÐ: Rafhlaðan þarf ekki að vera fullhlaðin til að hægt sé að nota bílskúrshurðaopnarann.
FÖRGUN
Farga verður umbúðum í þar til gerð endurvinnsluílát. Samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins
2002/96/ESB varðandi raf- og rafeindabúnaðarúrgang skal farga þessu tæki á fullnægjandi hátt eftir
notkun til að tryggja endurvinnslu á efnum þess.
Ekki má farga gömlum rafgeymum né rafhlöðum með venjulegu heimilissorpi, þar sem slíkir
hlutir innihalda mengandi efni og skal farga á réttan hátt á endurvinnslustöðvum eða í ílátum
sem söluaðili lætur í té. Fylgja skal öllum gildandi reglum í hvívetna. Íhlutunum skal farga á
viðeigandi hátt á endurvinnslustöðvum. Fylgja skal öllum gildandi reglum í hvívetna. Engum
íhlutum úrelts drifs má farga með heimilissorpi.
Viðeigandi yfirvald (borg, bær) eða endurvinnslufyrirtæki á þeirra vegum veitir upplýsingar um förgun
á slíkum íhlutum.
11