1.0
VÖRUNOTKUN
1.1
TILGANGUR: Lad-Saf™ stigaöryggiskerfið er hluti af persónulegu fallvarnarkerfi. Þegar kerfið er notað með Lad-Saf™
aftengjanlegri kapalslíf er Lad-Saf stigaöryggiskerfið hannað til þess að vernda starfsmann ef hann fellur á meðan hann er
að klifra upp fastan stiga eða á sambærilegu klifurvirki.
Aðeins fallstöðvun: Notið ekki Lad-Saf stigaöryggiskerfið í neinum tilgangi öðrum en til fallstöðvunar.
;
1.2
STAÐLAR: Stigaöryggiskerfið er í samræmi við innlendan og svæðisbundinn staðal eða staðla sem finna má á forsíðu
þessara leiðbeininga. Ef þessi vara er endurseld utan upprunalandsins skal endursöluaðilinn veita þessar leiðbeiningar á
tungumáli landsins þar sem varan verður notuð.
1.3
EFTIRLIT: Notkun Lad-Saf stigaöryggiskerfisins skal vera undir eftirliti hæfs aðila
stigaöryggiskerfisins verður að fara fram undir eftirliti vottaðs aðila
1.4
ÞJÁLFUN: Lad-Saf stigaöryggiskerfið þarf að vera sett upp og notað af aðilum sem hafa hlotið þjálfun í réttri notkun þess.
Þessa handbók skal nota sem hluta af þjálfun starfsmanna í samræmi við landsbundnar eða svæðisbundnar kröfur. Það er
á ábyrgð uppsetningaraðila þessa búnaðar að þeir hafi náð góðum skilningi á leiðbeiningum þessum og að þeir hafi hlotið
þjálfun í réttri umhirðu og notkun þessa búnaðar. Einnig er nauðsynlegt að þeir skilji eiginleika búnaðarins við notkun,
takmarkanir hans, og hvaða afleiðingar það getur haft að nota þennan búnað á rangan hátt.
1.5
BJÖRGUNARÁÆTLUN: Vinnuveitandi verður að hafa sett upp björgunaráætlun við notkun þessa búnaðar og samtengdra
undirkerfa og verður að geta hrint henni í framkvæmd og miðlað henni til notenda, aðila með leyfi
Mælt er með að þjálfað björgunarteymi sé á staðnum. Teymismeðlimir ættu að fá búnað og tækni til að framkvæma
farsæla björgun. Þjálfun ætti að fara fram með reglubundnum hætti til að tryggja skilvirkni við björgun.
1.6
EFTIRLITSTÍÐNI: Stigaöryggiskerfið þarf að skoða af notandanum fyrir sérhverja notkun svo og af hæfum aðila öðrum en
notandanum, og ekki má líða meira en ár á milli skoðana.
eftirlits hvers hæfs aðila skal skrá í eintök af „Eftirlits- og viðhaldsskrá".
1.7
EF FALL HEFUR ÁTT SÉR STAÐ: Ef Lad-Saf kerfið verður fyrir höggi sem stöðvar fall verður að taka það úr notkun
samstundis og merkja það greinilega með „EKKI NOTA". Að því loknu skal farga Lad-Saf kerfinu og kapalöryggisslífinni
eða senda áfram til 3M sem sér um að skipta því út.
2.0
KERFISKRÖFUR
2.1
FESTINGAR: Festikröfur eru mismunandi eftir notkun fallvarnar. Það mannvirki sem stigaöryggiskerfið er sett á eða fest
við verður að uppfylla festikröfurnar sem tilgreindar eru í töflu 1.
2.2
HÆTTA: Notkun þessa búnaðar á svæðum með umhverfishættu getur krafist viðbótarráðstafana til að koma í veg fyrir
meiðsli á notendum eða skemmdir á búnaði. Hættur geta meðal annars verið: hiti, íðefni, ætandi umhverfi, háspennulínur,
sprengifimar eða eitraðar lofttegundir, vélbúnaður á hreyfingu, skarpar brúnir eða efni fyrir ofan sem getur fallið á eða
komist í snertingu við notandann eða persónulega fallstöðvunarkerfið.
2.3
SAMHÆFI KLIFURHJÁLPAR (E. CLIMB ASSIST): Ekki skal nota aflklifurhjálp (Powered Climb Assist, PCA) ásamt fallstöðvunarkerfi
fyrir klifurstiga frá 3M (Climbing Ladder Fall Arrest System, CLFAS), þar á meðal Lad-Saf lóðrétt líflínukerfi (Vertical Lifeline System) og
Lad-Saf X2, X3 eða X3+ aftengjanlegri kapalslíf, nema 3M hafi staðfest að aflklifurhjálpin samræmist fallstöðvunarkerfi fyrir klifurstiga
frá 3M. Ef ekki er farið eftir þessari viðvörun getur það valdið því að fallstöðvun virki ekki sem skyldi ef fall á sér stað við notkun
ósamhæfra PCA- og CLFAS-kerfa. Hafðu samband við tæknilega þjónustu 3M á
[email protected] ef þú ert með
einhverjar spurningar.
Notkun kerfa til klifurhjálpar sem ekki eru samhæf við lóðrétt kerfi (Vertical Systems) frá 3M gæti valdið alvarlegum
;
meiðslum eða dauða.
2.4
SAMHÆFI ÍHLUTA: 3M búnaður er aðeins hannaður til notkunar með 3M-samþykktum íhlutum og undirkerfum. Skiptingar
eða endurnýjanir sem fara fram með hlutum eða undirkerfum sem eru ekki samþykkt geta komið í veg fyrir samhæfi
búnaðar og geta haft áhrif á öryggi og áreiðanleika heildarkerfisins.
2.5
SAMHÆFI TENGJA: Tengi eru talin samhæf við tengihluta þegar þau hafa verið hönnuð til að vinna saman þannig að
stærðir þeirra og lögun valda því ekki að hliðarbúnaður þeirra opnast fyrir slysni, óháð því hvernig þau eru stillt. Hafið
samband við 3M til að fá nánari upplýsingar um samhæfi.
Tengi (krókar, karabínur og D-hringir) verða að geta þolað að minnsta kosti 22,2 kN (5000 lbf). Tengi verða að vera
samhæf festingunni eða öðrum kerfishlutum. Ekki nota búnað sem er ekki samhæfur. Tengi sem eru ósamhæf geta losnað
fyrir slysni (sjá mynd 4). Tengi verða að vera samhæf að stærð, lögun og styrkleika. Ef tengihluti sem smellukrókur
eða karabína er fest við er of lítill eða óreglulegur að lögun gæti ástand komið upp þar sem tengihlutinn beitir afli á hlið
smellukróks eða karabínu (A). Þetta afl getur valdið því að hliðið opnist (B) og smellukrókurinn eða karabínan losni frá
tengipunktinum (C).
Notkun sjálflæsandi smellukróka og karabína er áskilin samkvæmt ANSI Z359 og OSHA.
1 Hæfur aðili:
Aðili sem hefur getu til að bera kennsl á núverandi eða fyrirsjáanlega hættu í umhverfinu, eða bera kennsl á vinnuaðstæður sem eru óheilbrigðar,
hættulegar eða ógna öryggi starfsmanna, og sem hefur heimild til að grípa til viðeigandi ráðstafana til að sneiða hjá hættunni.
2 Vottaður aðili:
Aðili með skilgreinda menntun, vottorð eða faglega þekkingu, eða aðili sem hefur, með þekkingu sinni, þjálfun og reynslu, sýnt fram á
fullnægjandi getu til að leysa úr vandamálum tengdum fallvörnum og björgunarkerfum að því marki sem OSHA eða aðrar viðeigandi lands- og svæðisbundnar
reglugerðir krefjast.
3 Aðili með leyfi:
Aðili sem er skipaður af vinnuveitanda til að fullnægja skyldum á vinnustað þar sem aðili getur verið í fallhættu.
4 Björgunarmaður:
Aðili eða aðilar aðrir en sá sem skal bjarga, sem framkvæma björgun með notkun björgunarkerfis.
5 Eftirlitstíðni:
Erfiðar vinnuaðstæður (óblítt umhverfi, langvarandi notkun, o.s.frv.) geta haft í för með sér tíðari skoðun hæfs aðila.
. Uppsetning Lad-Saf
1
.
2
Eftirlitsverkferlum er lýst í „Eftirlits- og viðhaldsskrá". Niðurstöður
5
89
, og björgunarmanna
.
3
4