3M PELTOR ComTac XPI MT20H682FB Serie Manual Del Usuario página 36

Ocultar thumbs Ver también para PELTOR ComTac XPI MT20H682FB Serie:
Tabla de contenido
Idiomas disponibles
  • ES

Idiomas disponibles

  • ESPAÑOL, página 20
IS
tengi leiðslu til heyrnartólanna (A:10). Styrkstillingarnar eru þrjár:
Off, On, Mix (Af, Á, Blandað). Þegar stillt er á: Off (Af) – engin
hækkun á hljóðmerki inn, On (á) – alltaf hækkun burtséð frá
stillingu eyrnatappa, Mix (Blandað) – aðeins hækkun í stillingu
eyrnatappa.
3:12 Bone conduction microphone volume (hljóðnemi fyrir
hljóðleiðni í beini) (bara ákveðnar gerðir)
Styrkstilling hljóðnema fyrir hljóðleiðni í beini stillir aðeins hljóð-
styrkinn frá þeim hljóðnema. Hægt er að stilla hljóðstyrk vegna
hljóðnema fyrir hljóðleiðni í beini í sjö þrepum, „0" er minnstur
styrkur og „7" mestur.
3:13 Warning signals (viðvörunartákn)
Viðvörunartáknið er notað til þess að afvirkja/virkja viðvaranirnar
„low battery" og „automatic power off" (Rafhlaða að tæmast
og Slekkur á sér sjálfkrafa). Sé slökkt, heyrist hvorug þessara
viðvarana.
3:14 Automatic power off (sjálfvirkt slökkt á tækinu)
Stillingin Sjálfvirkt slökkt á tækinu afvirkjar/virkjar það að tækið
slökkvi á sér sjálft.
3:15 Ear-plug mode (eyrnatappastilling)
Stilling fyrir eyrnatappa hækkar hljóðstyrk umhverfishljóða og
ytri tengingar um 6 dB. Þessa stillingu á aðeins að nota þegar
rétt tengdir eyrnatappar eru notaðir undir heyrnarhlífunum.
Eyrnatappastillingin er ræst með því að þrýsta á [+] hnappinn og
halda honum niðri í 5 sekúndur.
Haltu hnappinum áfram niðri þegar raddskilaboðin „power
off" (slökkt á tækinu) heyrast, eftir fáeinar sekúndur í viðbót
heyrast skilaboðin „plug mode" (eyrnatappastilling). Slökkt er á
eyrnatappastillingunni með því að slökkva á heyrnartólunum og
kveikja á þeim á ný.
Viðvörun! Sé þessi virkni notuð á rangan hátt getur það skaðað
heyrnina!
3:16 Ytri innstunga
Staðlað tengi er af gerð J11. Einnig eru til önnur tengi. J11-
tengið er fáanlegt af ýmsum gerðum. Kynntu þér vinsamlegast
tæknilýsingarblað vörunnar eða leitaðu til sölumanns til þess að
afla þér upplýsinga um tengingar tækisins þíns.
3:17 Innstunga fyrir ytri hljóðnema
Hægt er að nota þetta tengi til þess að stinga ytri hljóðnema í
samband, til dæmis talhljóðnema á stöng. Jörð (-) er að ofan en
(+) að neðan. Innstunguna er að finna á framhlið vinstri skálar á
gerðum með samanfellanlegri höfuðspöng en aftan á vinstri skál
á gerðum með hálsspöng.
4. MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR TIL NOTENDA
Mælt er með því að notandi tryggi að:
• Heyrnarhlífarnar séu settar upp, stilltar og haldið við í
samræmi við leiðbeiningar framleiðanda.
• Heyrnarhlífarnar séu alltaf notaðar í hávaðasömu umhverfi.
• Skoðað sé reglubundið hvort heyrnarhlífarnar nýtist eins og
til er ætlast.
Viðvörun!
Sé ekki farið eftir ofangreindum tilmælum, skerðir það mjög
verndareiginleika heyrnarhlífanna.
• Ákveðin efnafræðileg efni geta valdið tjóni á vörunni. Nánari
upplýsingar fást hjá framleiðanda.
• Heyrnarhlífar og einkum þó eyrnapúðar geta orðið lélegir
með tímanum og þá þarf að skoða með reglulegu millibili til
að fyrirbyggja að þar séu sprungur og aðrir gallar. Skiptu um
eyrnapúða og hlífar að minnsta kosti tvisvar á ári, sjá 5:1.
• Séu hreinlætishlífar settar á eyrnapúðana, getur það rýrt
hljóðeinangrunarhæfni þeirra. Farðu eftir ráðleggingum
framleiðanda um viðeigandi hreinlætissett, sjá 7.
• Heyrnarhlífarnar eru búnar styrkstýrðri hljóðdeyfingu. Notandi
ætti að kynna sér rétta notkun áður en hún hefst. Ef hljóð
er bjagað eða vart verður við bilun ætti notandi að leita
ráða um viðhald og hvernig skipta á um rafhlöðu í handbók
framleiðanda.
• Á eyrnahlífunum er innstunga fyrir hljóðtæki. Notandi ætti að
kynna sér rétta notkun áður en hún hefst. Ef hljóð er bjagað
eða vart verður við bilun ætti notandi að leita lausna
í handbók framleiðanda.
• Farðu að ráðum í handbókinni um viðhald og skipti á
rafhlöðum.
Viðvörun!
• Afköst tækisins geta minnkað eftir því sem rafhlöðuhleðsla
minnkar. Gera má ráð fyrir að rafhlaða í heyrnarhlífum endist
í 200 klukkutíma við samfellda notkun.
• Frálag styrkstýrðrar rásar í þessum heyrnarhlífum gæti farið
fram yfir dagleg hávaðamörk.
• Frálag rafeindarásar í þessum heyrnarhlífum getur farið fram
yfir dagleg hávaðamörk.
5. VIÐHALD
5:1 Að skipta um eyrnapúða
(E:1) Settu fingur undir brún eyrnapúðans og kipptu honum
beint út.
(E:2) Komdu fyrir nýjum frauð- og eyrnapúða.
(E:3) Þrýstu á þangað til hann smellur á sinn stað.
5:2 Hreinlæti
Fjarlægðu eyrnapúðana og hljóðdeyfipúðana (mynd E) ef þú
hefur notað heyrnarhlífarnar um langa hríð eða ef raki hefur
myndast inni í skálunum. Hreinsaðu skálar, höfuðspöng og
eyrnapúða reglubundið með sápu og heitu vatni. Gættu þess
að tryggt sé að sápan geti ekki valdið notandanum skaða. Láttu
heyrnartólin þorna áður en þú notar þau á ný. Það má nota sótt-
hreinsiklúta án alkóhóls, t.d. 3M 504 Respirator Cleaning Wipe,
til þess að sótthreinsa eyrnapúða, skálar og höfuðspöng. Ekki
setja heyrnarhlífarnar ofan í vatn! Hreinsaðu ekki tækið með
leysandi vökva, t.d. alkóhóli eða asetóni, og ekki heldur með
handhreinsiefnum án vatns.
5:3 Notkun og geymsla
Fjarlægðu rafhlöðurnar áður en tækið er sett í geymslu. Geymdu
heyrnartólin ekki við meiri hita en +55ºC, (t.d. ofan á mælaborði
í bíl eða í glugga) eða við lægri hita en -20°C. Notaðu ekki
heyrnartækin í meiri hita en +55°C eða undir -20°C.
36
IS
Tabla de contenido
loading

Este manual también es adecuado para:

Peltor comtac xpi mt20h682bb serie

Tabla de contenido