ANDLITSÞÉTTI
Það er mikilvægt að andlitsþéttið sé rétt fest í logsuðuhjálminn, sjá mynd
11a. Stillið andlitsþéttið svo það henti andlitslaginu. Það verður að vera
þétt upp við andlitið til að veita rétta vörn, sjá mynd 11b. Lyftið og lækkið
logsuðuhjálminn með því að draga í ólarnar tvær sem eru á andlitsþéttinu.
Ólarnar eru hannaðar til að aðstoða við að lyfta andlitsþéttinu yfir
gleraugu, sjá mynd 11c. Athugið hvort andlitsþéttið falli rétt að andlitinu
allan hringinn.
LOFTSTÝRING
Hægt er að stilla dreifingu lofts inni í logsuðuhjálminum eftir því hvað ykkur
þykir best. Loftstýringarstöngin vinstramegin, sjá mynd 12a, stillir loftflæði,
svo það komi að ofan (yfir ennið), að neðan (yfir kjálkasvæðið) eða bæði.
Loftstýringunni hægra megin er hægt að stilla stefnu lofts sem kemur að
ofan, svo það streymi að andlitinu eða í átt að hjálmgrímunni, sjá mynd
12b. Þegar allt loftið kemur að neðan verður loftstýringarstöngin hægra
megin óvirk. Fjarlægð logsuðuhjálmsins frá andlitinu hefur einnig áhrif á
hversu þægilegt loftflæðið er, sjá mynd 3.
YTRI HLÍF LOSUÐ AF
Ef unnið er að slípun eða öðrum verkefnum sem ekki eru logsuða í lengri
tíma er hægt að losa ytri hlífina af innri hjálmgrímunni, sjá myndir 13a-13b.
LEIÐBEININGAR UM HREINSUN
Hreinsið logsuðuhjálminn með mildu hreinsiefni og vatni.
^ Til að koma í veg fyrir að varan skemmist skal ekki nota leysiefni eða
alkóhól við hreinsun eða sótthreinsun. Hreinsið höfuðhlífina í samræmi við
þvottaleiðbeiningar á merkimiða vörunnar.
VIÐHALD
• hjálmgríma, myndir 6a-6d
• logsuðusía, myndir 7a-7f
• spöng mynd 8
• svitaband mynd 9
• höfuðhlíf mynd 10
• andlitsþétti, myndir 11a-11c
• hálshlíf, myndir 14a-14c
• ennispúði á spöng mynd 5b
^ Slitnum hlutum vörunnar á að farga samkvæmt staðbundnum
reglugerðum.
GEYMSLA OG FLUTNINGUR
Ef varan er geymd við uppgefin geymsluskilyrði er áætlaður geymslutími
hennar fimm ár frá framleiðsludegi. Upprunalegar umbúðir henta til
flutninga og geymslu á vörunni.
TÆKNILÝSING
Þyngd logsuðuhjálms (án spangar og logsuðusíu): 665 g
Þyngd spangar: 125 g
Sjónsvið hjálmgrímu: 104 x 170 mm
Áætlaður endingartími: 5 ár, en fer eftir notkunarskilyrðum
Höfuðstærðir: 50-64 cm
Efni
Hjálmur: PPA
Silfruð umgjörð að framan: PPA
Hjálmgríma: PC
Spöng: PA, PP, TPE, PE
33